Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 12:14 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin. Flokkurinn sé sá stærsti í borgarstjórn og langstærsti í síðustu könnunum en komist ekki í meirihluta vegna útilokunar. Vísir/Vilhelm Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við. Fréttastofa greindi frá því í gær að oddvitar Sósíalistaflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hafi fundað til að athuga hvort þar væri samstarfsflötur. Að loknum fundi sögðu oddvitarnir að næsta mál á dagskrá væri að kynna hugmyndina fyrir baklandi flokkanna. Fréttastofa hefur reynt að ná á oddvitum flokkanna í allan morgun en án árangurs. Aðeins Líf Magneudóttir, oddviti VG, svaraði skilaboðum fréttastofu sem voru á þá leið að ekkert nýtt væri að frétta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ég sendi þessum ágætu kollegum mínum auðvitað góðar kveðjur inn í þessar viðræður en ég hef lýst því yfir áður að þetta er sá meirihluti sem mér hugnast síst. Hann er auðvitað samsettur flokkum sem eru hvað fjærst Sjálfstæðisflokknum í skoðunum og ég óttast að það muni ekki nást árangur í mikilvægum baráttumálum á næstu mánuðum undir stjórn fimm flokka vinstri meirihluta.“ Síðastliðinn föstudag og laugardag áttu Framsókn, Viðreisn, Flokkur Fólksins og Sjálfstæðisflokkur í óformlegum viðræðum. Hildur segir að engin ástæða hafi verið til að ætla að þau myndu ekki ná saman enda ættu þessir flokkar málefnalega samleið og engin ágreiningsmál hefðu komið upp. Hugmyndin um þennan meirihluta fór út um þúfur þegar stjórn og bakland Flokks fólksins lýsti því yfir að þau vildu ekki leiða Sjálfstæðisflokk til valda. Hildur segir að mest sé um vert að sameinast um málin en ekki útilokunarstjórnmál. „Ég hef vandað mig í samskiptum við aðra flokka og reynt að sýna að það sé gott að starfa með mér sem oddvita og að ég sé einstaklingur sem er hægt að treysta á og vinna með. Ég held það sé erfitt að draga fram þann oddvita í borgarstjórn í öðrum flokki sem myndi halda öðru fram þannig að það er auðvitað sérkennilegt að vera í þessari stöðu. Vegna einhverra atburða sem varða ekki okkur í borgarstjórn er borgarstjórnarflokkur Flokks fólksins skyndilega að útiloka samstarf við okkur, ekki vegna þess að þau telji ekki gott að starfa með okkur eða að þau eigi ekki málefnalegan samhljóm með okkur eða að við getum ekki unnið góðum málum brautargengi í borginni heldur vegna einhverrar viðkvæmni vegna umræðu í þinginu eða morgunblaðinu sem auðvitað koma okkur ekki við.“ Henni finnist sérkennilegt að Flokkur fólksins vilji fara í vinstri meirihluta út frá málefnastöðu. Helga Þórðardóttir er oddviti Flokks fólksins í borginni.Vísir/Vilhelm „Flokkur fólksins hefur verið að berjast gegn óskynsemi í stafrænni umbreytingu borgarinnar, hefur verið að berjast gegn umferðartöfunum og talað fyrir húsnæðisuppbyggingu og áfram mætti telja. Að hann ætli sér að fara í samstarf með flokkum sem munu engu breyta í þessum efnum, það er auðvitað mjög skrítið sérstaklega vegna þess að ástæðurnar sem búa að baki eru ekki sérstaklega málefnalegar.“ Uppfært kl. 13.05. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að oddvitarnir fimm haldi áfram að ná saman um nýjan vinsri meirihluta og að fundur hafi hafist um tíu leytið í morgun. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í gær að oddvitar Sósíalistaflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Flokks fólksins hafi fundað til að athuga hvort þar væri samstarfsflötur. Að loknum fundi sögðu oddvitarnir að næsta mál á dagskrá væri að kynna hugmyndina fyrir baklandi flokkanna. Fréttastofa hefur reynt að ná á oddvitum flokkanna í allan morgun en án árangurs. Aðeins Líf Magneudóttir, oddviti VG, svaraði skilaboðum fréttastofu sem voru á þá leið að ekkert nýtt væri að frétta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ég sendi þessum ágætu kollegum mínum auðvitað góðar kveðjur inn í þessar viðræður en ég hef lýst því yfir áður að þetta er sá meirihluti sem mér hugnast síst. Hann er auðvitað samsettur flokkum sem eru hvað fjærst Sjálfstæðisflokknum í skoðunum og ég óttast að það muni ekki nást árangur í mikilvægum baráttumálum á næstu mánuðum undir stjórn fimm flokka vinstri meirihluta.“ Síðastliðinn föstudag og laugardag áttu Framsókn, Viðreisn, Flokkur Fólksins og Sjálfstæðisflokkur í óformlegum viðræðum. Hildur segir að engin ástæða hafi verið til að ætla að þau myndu ekki ná saman enda ættu þessir flokkar málefnalega samleið og engin ágreiningsmál hefðu komið upp. Hugmyndin um þennan meirihluta fór út um þúfur þegar stjórn og bakland Flokks fólksins lýsti því yfir að þau vildu ekki leiða Sjálfstæðisflokk til valda. Hildur segir að mest sé um vert að sameinast um málin en ekki útilokunarstjórnmál. „Ég hef vandað mig í samskiptum við aðra flokka og reynt að sýna að það sé gott að starfa með mér sem oddvita og að ég sé einstaklingur sem er hægt að treysta á og vinna með. Ég held það sé erfitt að draga fram þann oddvita í borgarstjórn í öðrum flokki sem myndi halda öðru fram þannig að það er auðvitað sérkennilegt að vera í þessari stöðu. Vegna einhverra atburða sem varða ekki okkur í borgarstjórn er borgarstjórnarflokkur Flokks fólksins skyndilega að útiloka samstarf við okkur, ekki vegna þess að þau telji ekki gott að starfa með okkur eða að þau eigi ekki málefnalegan samhljóm með okkur eða að við getum ekki unnið góðum málum brautargengi í borginni heldur vegna einhverrar viðkvæmni vegna umræðu í þinginu eða morgunblaðinu sem auðvitað koma okkur ekki við.“ Henni finnist sérkennilegt að Flokkur fólksins vilji fara í vinstri meirihluta út frá málefnastöðu. Helga Þórðardóttir er oddviti Flokks fólksins í borginni.Vísir/Vilhelm „Flokkur fólksins hefur verið að berjast gegn óskynsemi í stafrænni umbreytingu borgarinnar, hefur verið að berjast gegn umferðartöfunum og talað fyrir húsnæðisuppbyggingu og áfram mætti telja. Að hann ætli sér að fara í samstarf með flokkum sem munu engu breyta í þessum efnum, það er auðvitað mjög skrítið sérstaklega vegna þess að ástæðurnar sem búa að baki eru ekki sérstaklega málefnalegar.“ Uppfært kl. 13.05. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að oddvitarnir fimm haldi áfram að ná saman um nýjan vinsri meirihluta og að fundur hafi hafist um tíu leytið í morgun.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30 Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32
Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. 11. febrúar 2025 20:30
Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, voru að drífa sig að ná Strætó þegar Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttakona náði tali af þeim eftir fund á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar, í dag. 11. febrúar 2025 17:04