Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2025 13:16 Það virðist hafa valdið misskilningi á þinginu í gær að málsgrein var bætt við stefnuræðu forsætisráðherra á síðustu stundu. „Þjóðin kaus breytingar og breytingarnar byrja strax,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í umræðum á Alþingi í gær. Hann skaut föstum skotum að formanni Framsóknarflokksins og stjórnarandstöðunni en sitt sýnist hverjum um hvort gagnrýnin hafi verið verðskulduð. Jóhann Páll útlistaði helstu verkefni ríkisstjórnarinnar og sagði markmiðið skýrt: „Að stækka kökuna og styrkja velferðina“. Ráðherra var heitt í hamsi og ítrekaði meðal annars að ríkisstjórnin stæði með flugvelli í Vatnsmýrinni, á meðan önnur lausn væri ekki fundin. Þá hefði hún fengið til liðs við sig 4.000 manns „í hugamyndavinnu um hagræðingu í ríkisrekstri“. Margar hugmyndanna hefðu komið frá fólki í kerfinu, sem væri steinhissa á því hvernig fjármunum hefði verið varið hingað til og hvernig fyrrverandi stjórnarflokkar hefðu farið með vald sitt. Þeir sem sætu nú í ríkisstjórn væru hins vegar ekki í pólitík til að kaupa sér vinsældir um stundarsakir, heldur til að ná árangri fyrir land og þjóð. „Auðvitað mætum við andstöðu,“ sagði Jóhann Páll. „Það fyrsta sem heyrðist frá Sjálfstæðisflokknum var gagnrýni á að ný ríkisstjórn ætlaði að binda lífeyri við laun og tryggja eldra fólki og öryrkjum samskonar hækkanir og verða á vinnumarkaði. Og formaður Framsóknarflokksins, háttvirtur þingmaður sem kom ekki einum einustu jarðgöngum af stað hérna á sjö árum og sat í ríkisstjórn sem kom ekki einum einustu virkjanaframvæmdum yfir tíu megavött af stað á sjö árum, hann sakar núna nýja ríkisstjórn um andlandsbyggðarstefnu. Er það nú! Og reyndar beit hann höfuðið af skömminni með því að ljúga því blákalt hérna að þingheimi að hæstvirtur forsætisráðherra hefði ekki ávarpað kennara í ræðu sinni, hefði ekki vikið að menntamálum eða ávarpað kennara þarna úti, sem hún gerði svo sannarlega. Það er lágt risið á stjórnarandstöðunni hér í kvöld,“ sagði Jóhann Páll. Þingmenn eigi að fá ræðuna afhenta eins og hún verður flutt Jóhann Páll vísar þarna til Sigurðar Inga Jóhannssonar en þess ber að geta að Sigurður Ingi sagði í ræðu sinni að „í útsendri stefnuræðu“ Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefði ekkert verið vikið að stöðu kennara og barna og mögulegu allsherjarverkfalli. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi það á X/Twitter í gær að stefnuræðan hefði breyst frá því að henni var dreift til þingmanna fyrir viku síðan. „Þetta er algjörlega óforsvaranlegt,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu en ríkisstjórnin hafi í tvígang brotið gegn þingskaparlögum á síðustu dögum; annars vegar þegar þingmenn fengu ekki þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrr en hún var gerð opinber og hins vegar þegar þeir voru ekki upplýstir um breytingar á stefnuræðu forsætisráðherra. Stefnuræða FOR sem afhentur er þingmönnum 2 sólarhringum fyrir flutning, lögum samkvæmt, eru ekki drög. Að FOR hafi bætt við efnistök án þess að velja athygli þingmanna á því er í besta falli dónaskapur og í takt við vanþekkingu stjórnarinnar á þingsköpum.— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) February 10, 2025 Bæði plögg ættu þingmenn að fá afhent með fyrirvara til að geta kynnt sér þau í friði og undirbúið sig. Sigríður sagði algjöra vitleysu að kalla það „drög“ sem þingmenn fengju afhent; þeir ættu að fá ræðuna eins og hún yrði flutt. Umrædd mistök væru til marks um reynsluleysi. Í lögum um þingsköp Alþingis er sannarlega kveðið á um að „eftirrit af ræðunni skal afhent þingmönnum sem trúnaðarmál tveimur sólarhringum áður en hún er flutt“. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var eftirfarandi málsgrein í stefnuræðu forsætisráðherra hins vegar ekki bætt við fyrr en í gær: „Og þó að forsætisráðherra komi ekki með beinum hætti að gerð kjarasamninga þá hefur þessi ríkisstjórn lýst sig reiðubúna til að liðka fyrir samningum við kennara með því að standa einhuga að því að flýta virðismatsvegferð og með því að flýta aðgerðum í menntamálum til að taka á breyttri stöðu í skólasamfélaginu og bæta aðstæður kennara og nemenda. Við skiljum þörfina og við skiljum líka að traustið er laskað og nú þarf að byggja það upp að nýju.“ Þannig talaði forsætisráðherra sannarlega til kennara í gær en ekki í útsendu útgáfunni, eins og Sigurður Ingi vék að. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira
Jóhann Páll útlistaði helstu verkefni ríkisstjórnarinnar og sagði markmiðið skýrt: „Að stækka kökuna og styrkja velferðina“. Ráðherra var heitt í hamsi og ítrekaði meðal annars að ríkisstjórnin stæði með flugvelli í Vatnsmýrinni, á meðan önnur lausn væri ekki fundin. Þá hefði hún fengið til liðs við sig 4.000 manns „í hugamyndavinnu um hagræðingu í ríkisrekstri“. Margar hugmyndanna hefðu komið frá fólki í kerfinu, sem væri steinhissa á því hvernig fjármunum hefði verið varið hingað til og hvernig fyrrverandi stjórnarflokkar hefðu farið með vald sitt. Þeir sem sætu nú í ríkisstjórn væru hins vegar ekki í pólitík til að kaupa sér vinsældir um stundarsakir, heldur til að ná árangri fyrir land og þjóð. „Auðvitað mætum við andstöðu,“ sagði Jóhann Páll. „Það fyrsta sem heyrðist frá Sjálfstæðisflokknum var gagnrýni á að ný ríkisstjórn ætlaði að binda lífeyri við laun og tryggja eldra fólki og öryrkjum samskonar hækkanir og verða á vinnumarkaði. Og formaður Framsóknarflokksins, háttvirtur þingmaður sem kom ekki einum einustu jarðgöngum af stað hérna á sjö árum og sat í ríkisstjórn sem kom ekki einum einustu virkjanaframvæmdum yfir tíu megavött af stað á sjö árum, hann sakar núna nýja ríkisstjórn um andlandsbyggðarstefnu. Er það nú! Og reyndar beit hann höfuðið af skömminni með því að ljúga því blákalt hérna að þingheimi að hæstvirtur forsætisráðherra hefði ekki ávarpað kennara í ræðu sinni, hefði ekki vikið að menntamálum eða ávarpað kennara þarna úti, sem hún gerði svo sannarlega. Það er lágt risið á stjórnarandstöðunni hér í kvöld,“ sagði Jóhann Páll. Þingmenn eigi að fá ræðuna afhenta eins og hún verður flutt Jóhann Páll vísar þarna til Sigurðar Inga Jóhannssonar en þess ber að geta að Sigurður Ingi sagði í ræðu sinni að „í útsendri stefnuræðu“ Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefði ekkert verið vikið að stöðu kennara og barna og mögulegu allsherjarverkfalli. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi það á X/Twitter í gær að stefnuræðan hefði breyst frá því að henni var dreift til þingmanna fyrir viku síðan. „Þetta er algjörlega óforsvaranlegt,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu en ríkisstjórnin hafi í tvígang brotið gegn þingskaparlögum á síðustu dögum; annars vegar þegar þingmenn fengu ekki þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrr en hún var gerð opinber og hins vegar þegar þeir voru ekki upplýstir um breytingar á stefnuræðu forsætisráðherra. Stefnuræða FOR sem afhentur er þingmönnum 2 sólarhringum fyrir flutning, lögum samkvæmt, eru ekki drög. Að FOR hafi bætt við efnistök án þess að velja athygli þingmanna á því er í besta falli dónaskapur og í takt við vanþekkingu stjórnarinnar á þingsköpum.— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) February 10, 2025 Bæði plögg ættu þingmenn að fá afhent með fyrirvara til að geta kynnt sér þau í friði og undirbúið sig. Sigríður sagði algjöra vitleysu að kalla það „drög“ sem þingmenn fengju afhent; þeir ættu að fá ræðuna eins og hún yrði flutt. Umrædd mistök væru til marks um reynsluleysi. Í lögum um þingsköp Alþingis er sannarlega kveðið á um að „eftirrit af ræðunni skal afhent þingmönnum sem trúnaðarmál tveimur sólarhringum áður en hún er flutt“. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var eftirfarandi málsgrein í stefnuræðu forsætisráðherra hins vegar ekki bætt við fyrr en í gær: „Og þó að forsætisráðherra komi ekki með beinum hætti að gerð kjarasamninga þá hefur þessi ríkisstjórn lýst sig reiðubúna til að liðka fyrir samningum við kennara með því að standa einhuga að því að flýta virðismatsvegferð og með því að flýta aðgerðum í menntamálum til að taka á breyttri stöðu í skólasamfélaginu og bæta aðstæður kennara og nemenda. Við skiljum þörfina og við skiljum líka að traustið er laskað og nú þarf að byggja það upp að nýju.“ Þannig talaði forsætisráðherra sannarlega til kennara í gær en ekki í útsendu útgáfunni, eins og Sigurður Ingi vék að.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Sjá meira