Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 10:32 Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins hleypur inn á völlinn á síðasta stórmóti. Vísir/Vilhelm Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku. Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira
Fjallað er um málið á vef TV 2 í Danmörku þar sem segir í inngangi: „Þú verður að vera fljótur, hluti af sérstökum félagsskap og smá heppinn ef þú ætlar að verða viðstaddur úrslitaleik EM 2026 í Boxen.“ Í fréttinni er rætt er við Jan Kampmann, starfandi formann danska handknattleikssambandsins sem segir frá eftirspurninni á miðum á úrslitaleik mótsins. „Miðasalan hófst á föstudaginn síðastliðinn og allir miðarnir ruku út áður en að helgin rann sitt skeið.“ Danir eiga eitt þeirra liða sem er á heimavelli á mótinu en spilað verður í fjórum löndum. Auk Danmerkur fara leikir á EM fram í Svíþjóð og Noregi. Íslenska landsliðið, þrátt fyrir að vera ekki búið að tryggja sér sæti á mótinu, veit fyrir víst að það mun leika F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð. Danir, sem tryggðu sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð á dögunum, léku á heimavelli í riðlakeppni og milliriðlum á nýafstöðnu heimsmeistaramóti en á næsta stórmóti munu allir leikir liðsins fara fram á þeirra heimavelli þar sem að undanúrslit og úrslitin verða spiluð í Boxen höllinni í Herning sem tekur um 14.500 manns í sæti á handboltaleikjum. Það ætti þó ekki að vera öll nótt úti enn fyrir stuðningsmenn annarra liða varðandi það að fá miða á úrslitaleikinn. Evrópska handknattleikssambandið fær alltaf einhvern hluta af þeim miðum sem eru í boði á leikina. En ljóst þykir að Danir hafi mikla trú á sínum mönnum fyrir næsta stórmót og það réttilega. Danska vélin, sem karlalandsliðið er, hefur verið óstöðvandi upp á síðkastið og önnur landslið eiga verk að vinna ætli þau að koma í veg fyrir annað danskt stórmótagull á næsta móti. Svo verður væntanlega eitthvað til af miðum ef Danir finna ekki rétta gírinn og falla úr leik áður en að úrslitaleiknum kemur.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Sjá meira