Erlent

Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Sví­þjóðar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Lapplandi í Svíþjóð. Myndin er úr safni.
Frá Lapplandi í Svíþjóð. Myndin er úr safni. Getty

Tveir karlmenn hafa fundist látnir í tjaldi í hlíðum Kebnekaise, hæsta fjalls Svíþjóðar.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að mennirnir hafi verið á sjötugsaldri og vanir fjallgöngumenn. Þeir fundust í tjaldi suður af fjallabúðum Kebnekaise.

Lögregla var kölluð til eftir að mennirnir höfðu ekki skilað sér heim í gær líkt og fyrirhugað var. Björgunarsveitarfólk var þá kallað út og var meðal annars notast við þyrlu við leitina.

Mennirnir fundust svo látnir í tjaldinu um miðnætti í gær. Þeir eru sagðir vera frá Norðurbotni og er búið að tilkynna aðstandendur um málið.

Lögregla segir frá því á heimasíðu sinni að ekki sé talið að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×