Kennari stakk átta ára stúlku til bana Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2025 09:11 Blóm og skilaboð sem íbúar í Daejeon skildu eftir við grunnskólann eftir að kennari þar stakk nemanda til bana í gær. Vísir/EPA Suðurkóreska þjóðin er sögð í áfalli eftir að kennari stakk átta ára gamla stúlku til bana í grunnskóla í gær. Starfandi forseti landsins hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu. Stúlkan fannst særð á annarri hæð grunnskólans í borginni Daejeon um klukkan 18:00 að staðartíma í gær. Hennar hafði verið saknað frá því að rútubílstjóri lét vita af því að hún hefði ekki mætt til að vera sótt þá um daginn. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Kennarinn, kona á fimmtugsaldri, var hjá stúlkunni og með stungusár sem lögregla telur að hún gæti hafa veitt sér sjálf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Konan játaði að hafa stungið stúlkuna en yfirvöld segja að hún hafi ekki haft nein tengsl við stúlkuna. Yfirheyra átti konuna frekar eftir skurðaðgerð sem hún gekkst undir vegna sára sinna. Tók annan kennara hálstaki skömmu áður Kennarinn er sagður hafa óskað eftir sex mánaða leyfi vegna þunglyndis í desember og snúið aftur til starfa eftir aðeins tuttugu daga eftir að læknir mat hann tilbúinn til starfa. Nokkrum dögum áður en konan stakk stúlkuna hafði hún sýnt af sér ofbeldisfulla hegðuna og meðal annars tekið samkennara sinn hálstaki. Tveir embættismenn skólayfirvalda heimsóttu skólann vegna þess að morgni árásarinnar og mæltu með því að konan yrði sett í leyfi og haldið aðskilinni frá öðrum kennurum. Henni hafði verið gert að sitja við borð aðstoðarskólastjórans til að hægt væri að hafa eftirlit með henni. Choi Sang-mok, starfandi forseti Suður-Kóreu, hvatti yfirvöld til að grípa til allra mögulegra ráða til þess að koma í veg fyrir sér að atburður af þessu tagi geti endurtekið sig. Suður-Kórea Erlend sakamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Stúlkan fannst særð á annarri hæð grunnskólans í borginni Daejeon um klukkan 18:00 að staðartíma í gær. Hennar hafði verið saknað frá því að rútubílstjóri lét vita af því að hún hefði ekki mætt til að vera sótt þá um daginn. Hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi. Kennarinn, kona á fimmtugsaldri, var hjá stúlkunni og með stungusár sem lögregla telur að hún gæti hafa veitt sér sjálf, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Konan játaði að hafa stungið stúlkuna en yfirvöld segja að hún hafi ekki haft nein tengsl við stúlkuna. Yfirheyra átti konuna frekar eftir skurðaðgerð sem hún gekkst undir vegna sára sinna. Tók annan kennara hálstaki skömmu áður Kennarinn er sagður hafa óskað eftir sex mánaða leyfi vegna þunglyndis í desember og snúið aftur til starfa eftir aðeins tuttugu daga eftir að læknir mat hann tilbúinn til starfa. Nokkrum dögum áður en konan stakk stúlkuna hafði hún sýnt af sér ofbeldisfulla hegðuna og meðal annars tekið samkennara sinn hálstaki. Tveir embættismenn skólayfirvalda heimsóttu skólann vegna þess að morgni árásarinnar og mæltu með því að konan yrði sett í leyfi og haldið aðskilinni frá öðrum kennurum. Henni hafði verið gert að sitja við borð aðstoðarskólastjórans til að hægt væri að hafa eftirlit með henni. Choi Sang-mok, starfandi forseti Suður-Kóreu, hvatti yfirvöld til að grípa til allra mögulegra ráða til þess að koma í veg fyrir sér að atburður af þessu tagi geti endurtekið sig.
Suður-Kórea Erlend sakamál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira