„Ég er bara pínu leiður“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. febrúar 2025 19:24 Magnús Þór Jónsson er formaður KÍ. Vísir/Einar Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Fundi kennara, ríkis og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án árangurs upp úr klukkan þrjú í dag. Ástráður Haraldsson hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til nýs fundar í deilunni, þar sem hann segist ekki hafa séð ástæðu til þess. Um var að ræða fyrsta fund deiluaðila síðan Félagsdómur dæmdi verkföll kennara ólögmæt, að verkfalli kennara í Snæfellsbæ undanskildu. Það var á grundvelli þess að þau næðu ekki til allra félagsmanna Kennarasambands Íslands hjá sama vinnuveitanda. Ákvörðun Ástráðs ekki óvænt Magnús Þór Jónsson, fomaður Kennarasambands Íslands, lýsir fundi dagsins sem vonbrigðum. „Ég er bara pínu leiður. Mér fannst við í lok fundarins kannski hafa færst aftar en við höfum verið. Þannig að það kom mér ekki á óvart að Ástráður tæki þessa ákvörðun, að kalla ekki deiluaðila saman í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Magnús í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Magnús segist ekki geta metið hvort dómur Félagsdóms hafi haft áhrif á fulltrúa ríkis og sveitarfélaga og afstöðu þeirra í deilunni. Það verði þeir sjálfir að svara fyrir. „Það kom þarna útspil í dag sem var að færa okkur fjær. Okkur fannst við vera á ágætis leið. Ég veit ekki hvort það er virkilega þannig að samtalið þurfi að vera undir einhvers konar ógn um að það sé verið að boða til aðgerða, eða komnar aðgerðir. Vonandi er það ekki þannig. Við vorum undrandi á deginum og vonandi er þetta ekki vegna þess að menn væru einhvern veginn upprifnir eftir dóminn. Við höfum sagt það mjög lengi að þetta mál verður ekki leyst í dómsölum.“ Neita að standa úti í horni Kennarar hyggjast í kvöld fylkja liði á Austurvöll, en stefnuræða forsætisráðherra fer fram klukkan 19:40 í þinghúsinu í kvöld. Magnús segir Kennarafélag Reykjavíkur standa að samstöðufundi kennara. Hann hafi verið á dagskrá en niðurstaða félagsdóms í gær ýti enn frekar undir nauðsyn þess að kennarar hittust og stæðu saman. „Við erum á skrýtnum tíma, enn einu sinni að spóla til baka og erum auðvitað bara núna að átta okkur á þeim aðgerðum sem við getum farið í, út frá niðurstöðu Félagsdóms sem kom okkur, og reyndar mörgum fleirum, á óvart. Ég held að þetta sé blanda af því að fólk sé komið með nóg af því að bíða, við byrjuðum í september á síðasta ári. Það eru komnir bráðum fimm mánuðir frá því að deilunni var vísað til ríkissáttasemjara,“ segir Magnús. „Svo þetta útspil í gær í Félagsdómi og kannski fundurinn í dag, eru full ástæða til þess að kennarar komi saman og láti vita af því að við stöndum þétt saman og erum ekki tilbúin að standa úti í horni á íslenskum launamarkaði lengur. Við viljum bara að okkar nám og okkar vinna séu metin til jafns á við sambærilega sérfræðinga á almennum markaði. Það hefur verið markmiðið og er enn þá,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira