Handbolti

Andri Már marka­hæstur í svekkjandi tapi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andri Már virtist ekki sakna Viggós Kristjánssonar mikið.
Andri Már virtist ekki sakna Viggós Kristjánssonar mikið. Jan Woitas/picture alliance via Getty Images

Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Leipzig í 24-23 tapi á útivelli gegn Burgdorf í átjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Leipzig átti slakan fyrri hálfleik en fína endurkomu í seinni hálfleik. Andri átti stóran þátt í því en hann skoraði fimm af sínum átta mörkum í seinni hálfleik, auk þess að gefa þá tvær stoðsendingar.

Leipzig-mönnum tókst að snúa við eftir að hafa verið mest fimm mörkum undir og jöfnuðu leikinn undir lokin. Burgdorf tók hins vegar aftur forystuna með marki af vítalínunni og Leipzig mistókst að jafna aftur í síðustu sókninni.

Eins marks tap varð því niðurstaðan fyrir lærisveina Rúnars Sigtryggssonar í fyrsta leik eftir HM-hléið. Leipzig er í tólfta sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir átján umferðir.

Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Erlangen. Andri Már er fyrir miðju á myndinni í treyju 4. Jan Woitas/picture alliance via Getty Images

Viggó ekki með Erlangen vegna meiðsla

Viggó Kristjánsson er nýfarinn frá Leipzig til Erlangen, en gat ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Flensburg vegna meiðsla í hné sem hann varð fyrir á HM.

Erlangen tapaði leiknum 32-26. Liðið situr í sautjánda sæti deildarinnar og þremur stigum frá Bietigheim, sem tapaði 28-27 gegn Wetzlar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×