Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar 9. febrúar 2025 13:00 Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigþrúður Ármann Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að hlusta á viðtal í Íslandi í dag við Daníel Má Magnússon, síðasta skósmið miðborgarinnar, sem um mánaðarmótin lokaði skóvinnustofu sinni fyrir fullt og allt, eftir þungan rekstur síðustu ár. Í viðtalinu lýsti þessi geðþekki maður því vel hvernig það er að reka fyrirtæki. Hann hefur rekið fyrirtækið einn síns liðs og þurft að ganga í öll verk eins og svo margir atvinnurekendur þurfa gjarnan að gera. Má þar nefna að sjá um viðgerðir, vera birgðastjóri, lagerstarfsmaður, bókari og áfram mætti telja. Það sem meira er að hann hefur þurft að vinna launalaust suma mánuði til að láta reksturinn ganga upp og þá sleppt því að greiða sér laun. Þetta er heimur margra atvinnurekanda og frumkvöðla. Atvinnurekendur vinna nótt sem dag, ganga í öll störf og launagreiðslur til þeirra sjálfra mæta afgangi, þar sem reikningar og skuldbindingar gagnvart öðrum ganga framar eigin launatékka. Þetta fólk sýnir þrautsegju og er tilbúið að leggja bæði tíma sinn og fjárhag að veði. Það er ekki tekið út með sældinni einni saman og skiljanlegt að slíkt sé ekki hægt til lengri tíma. Daníel Már lýsir því í viðtalinu að það sé súrsæt tilfinning að loka fyrirtæki sínu en ákveðinn léttir að gerast launamaður annars staðar og þurfa ekki að hafa áhyggjur af rekstrinum og öllu sem honum fylgir. Ég óska skósmiðnum velfarnaðar í nýju starfi. Mikilvægi atvinnurekstrar Atvinnurekendur og frumkvöðlar skipta íslenskt samfélag afar miklu máli. Um er að ræða fólk sem er að gera allt hvað það getur til að bjóða okkur hinum upp á lausnir, vörur eða þjónustu. Það sem meira er að atvinnurekstur stuðlar að verðmætasköpun í samfélaginu. Verðmætasköpun sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og byggja upp innviði. Stofnun Kerecis er frábært dæmi. Stofnandi þess fékk hugmynd, vann baki brotnu og tókst á við ótal áskoranir ásamt góðu fólki sem hafði trú á hugmyndinni með honum. Úr varð margra milljarða fyrirtæki sem í dag býður sjúklingum upp á einstaka lausn, er með öflugt fólk í vinnu í vel launuðum störfum og skapar gríðarleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Hvetjandi umhverfi Umhverfið fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla þarf að vera hvetjandi til að fólk hafi kjark og dug til að leggja slíkt á sig. Ábyrgð stjórnmálamanna við að skapa hvetjandi umhverfi er mikil. Skattaumhverfið, regluverkið, endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar, samgöngur, innviðir, samkeppnisumhverfið, aðgangur að orku og fleiri atriði skipta hér miklu máli. Hvatning til þingmanna Ég hvet nýjan þingheim til að hafa hag atvinnulífsins að leiðarljósi. Látið umræðuna í þingsal snúast um tækifærin til að fjölga einkareknum fyrirtækjum og vinnið markvisst að því að lækka skatta og gjöld og einfalda regluverkið. Standið með nýsköpunarfyrirtækjum sem hafa svo sannarlega skapað miklar tekjur fyrir samfélagið. Sem dæmi má nefna þá voru útflutningstekjur af hugverkaiðnaði um 320 milljarðar í fyrra. Sú upphæð getur tvöfaldast á stuttum tíma ef rétt er á spilum haldið. Þeir stjórnmálamenn sem vilja hækka skatta og gjöld á fyrirtæki, draga úr stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki og þrengja að fyrirtækjarekstri eru á villigötum. Slíkar aðgerðir munu þýða að fleiri fyrirtæki þurfa að loka eða segja upp starfsfólki, frumkvöðlum og atvinnurekendum fækkar og það dregur úr verðmætasköpun fyrir íslenskt samfélag. Við eigum að fagna frumkvöðlum og fjölbreyttum fyrirtækjum og ýta undir að fólk vilji stofna og reka fyrirtæki. Höfundur er frumkvöðull, fyrirtækjaeigandi og stjórnarformaður harðfiskverkunar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun