Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:15 Sanna Magdalena Mörtudóttir á kosningavöku Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum 30. nóvember. Vísir/Viktor Freyr Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. „Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
„Ég var ekki alveg að búast við þessu,“ segir Sanna í samtali við Vísi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Ráðhúsi Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld. „Maður sá auðvitað að meirihlutinn virtist ekki vera alveg samstíga í öllu. Mér finnst samt sérstakt að verið sé að slíta meirihlutasamstarfi og vitna í málefni um flugvöllinn. Afsataða flokkanna var skýr áður en þau gengu í þetta samstarf,“ segir Sanna. Hún vísar þar til afdráttarlausra yfirlýsinga Einars borgarstjóra að Reykjavíkurflugvöllur sé ekki á leiðinni neitt næstu áratugi. Yfirlíst stefna Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í borgarstjórn hefur verið á þá leið að flugvöllurinn fari úr borginni þegar fundinn hefur verið ný staðsenting. „Maður spyr sig hvort það sé eitthvað meira á bak við þetta.“ Framsókn vann mikinn kosningasigur með Einar í oddvitanum fyrir tæpum þremur árum. Fylgið rauk upp í kosningunum, flokkurinn fékk átján prósenta fylgi og fjóra borgarfulltrúa, en síðan hefur fylgið hrapað. Nú er svo komið að flokkurinn mælist varla inni í borginni. „Maður veltir fyrir sér hvort þetta séu ýkt viðbrögð við því.“ Hún segir reynslu sína af starfi meirihlutans í borginni hafa byggst á því að vera samstíga í þessu. Borgarstjóri hafi reynt að leiða meirihlutann en ekki gert neitt í nafni eigins flokks. Nú sé annað hljóð í meirihlutanum. Borgarstjóraskipti urðu fyrir tæpu ári sem var hluti af samkomulagi meirihlutans. Dagur B. Eggertsson úr Samfylkinginnu vék fyrir Einari Þorsteinssyni þegar kjörtímabilið var tæplega hálfnað. „Mér finnst ég hafa tekið eftir því að það hafa komið oftar fram skiptar skoðanir innan meirihlutans, til dæmis varðandi húsnæðisuppbyggingu,“ segir Sanna sem dæmi um skoðanaskipti Henni hugnast ekki tal Einars um að horfa til Sjálfstæðisflokksins upp á að mynda meirihluta til hægri. Flokkarnir eru saman með tíu fulltrúa og þurfa tvo til viðbótar til að ná meirihluta. Sanna er meðvituð um tölurnar og möguleikana í stöðunni. „Ég sé alveg tækifæri þarna, til að fara einmitt ekki í þessa hægri átt. Við þurfum að meta stöðuna og ég þarf að ræða við mitt fólk,“ segir Sanna. Sósíalistar eru með tvo borgarfulltrúa og geta því haft ýmislegt að segja um myndun nýs meirihluta. Borgarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1
Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira