Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 17:00 Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir 1-0 tap í fjórðu umferð, á útivelli gegn B-deildarliðinu Plymouth Argyle. Íslenski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, kom inn af varamannabekknum og sá til þess að mark Plymouth Argyle hélst hreint. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Liverpool hélt vel í boltann en átti erfitt með að brjóta niður vörn heimamanna, sem voru beinskeyttari en gestirnir og sköpuðu sér fínar stöður úr skyndisóknum. Harvey Elliott gaf víti Það dró hins vegar til tíðinda snemma í seinni hálfleik þegar Harvey Elliott, miðjumaður Liverpool, hoppaði á móti skoti sóknarmanns með báðar hendur upp í loft. Boltinn fór í hönd og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu, sem Ryan Hardie skoraði örugglega úr. Hann var svo næstum því búinn að tvöfalda forystuna skömmu síðar, en skaut í stöngina. Ryan Hardie skoraði úr vítaspyrnunni og var næstum því búinn að setja annað mark skömmu síðar.Dan Mullan/Getty Images Guðlaugur settur inn í seinni hálfleik Guðlaugur Victor Pálsson kom svo inn á fyrir Plymouth Argyle eftir tæpan sjötíu mínútna leik þegar einn af þremur miðvörðunum meiddist. Hann þurfti að hafa fyrir hlutunum enda var Liverpool í sókn nánast allan tímann sem Guðlaugur spilaði, en þrátt fyrir það tókst gestunum ekki að skapa sér nógu gott færi til að setja jöfnunarmark. Hazard hetjan undir lokin Argyle-menn vörðust vel og nutu líka hjálpar frá öflugum markverði, Conor Hazard, sem stoppaði meðal annars stórgott skot frá Diogo Jota og skalla af örstuttu færi frá Darwin Nunez í uppbótartíma. Síðasta varslan hans var svo tilraun á markið frá Caomhin Kelleher, markverði Liverpool, sem fór fram í síðustu sóknina og átti fínan skalla eftir hornspyrnu. Hetjulegur uppbótartími hjá Hazard og leiknum lauk 1-0. Liverpool er þar með úr leik í FA bikarnum. Plymouth Argyle verður hins vegar í pottinum þegar dregið er í sextán liða úrslit á morgun. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. 9. febrúar 2025 09:02
Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir 1-0 tap í fjórðu umferð, á útivelli gegn B-deildarliðinu Plymouth Argyle. Íslenski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, kom inn af varamannabekknum og sá til þess að mark Plymouth Argyle hélst hreint. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Liverpool hélt vel í boltann en átti erfitt með að brjóta niður vörn heimamanna, sem voru beinskeyttari en gestirnir og sköpuðu sér fínar stöður úr skyndisóknum. Harvey Elliott gaf víti Það dró hins vegar til tíðinda snemma í seinni hálfleik þegar Harvey Elliott, miðjumaður Liverpool, hoppaði á móti skoti sóknarmanns með báðar hendur upp í loft. Boltinn fór í hönd og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu, sem Ryan Hardie skoraði örugglega úr. Hann var svo næstum því búinn að tvöfalda forystuna skömmu síðar, en skaut í stöngina. Ryan Hardie skoraði úr vítaspyrnunni og var næstum því búinn að setja annað mark skömmu síðar.Dan Mullan/Getty Images Guðlaugur settur inn í seinni hálfleik Guðlaugur Victor Pálsson kom svo inn á fyrir Plymouth Argyle eftir tæpan sjötíu mínútna leik þegar einn af þremur miðvörðunum meiddist. Hann þurfti að hafa fyrir hlutunum enda var Liverpool í sókn nánast allan tímann sem Guðlaugur spilaði, en þrátt fyrir það tókst gestunum ekki að skapa sér nógu gott færi til að setja jöfnunarmark. Hazard hetjan undir lokin Argyle-menn vörðust vel og nutu líka hjálpar frá öflugum markverði, Conor Hazard, sem stoppaði meðal annars stórgott skot frá Diogo Jota og skalla af örstuttu færi frá Darwin Nunez í uppbótartíma. Síðasta varslan hans var svo tilraun á markið frá Caomhin Kelleher, markverði Liverpool, sem fór fram í síðustu sóknina og átti fínan skalla eftir hornspyrnu. Hetjulegur uppbótartími hjá Hazard og leiknum lauk 1-0. Liverpool er þar með úr leik í FA bikarnum. Plymouth Argyle verður hins vegar í pottinum þegar dregið er í sextán liða úrslit á morgun.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. 9. febrúar 2025 09:02
Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Plymouth Argyle mæta stórliði Liverpool í enska bikarnum í dag. Guðlaugur segir mikla spennu fyrir leiknum og ekki síst hjá honum sjálfum enda fyrrum leikmaður Rauða hersins. 9. febrúar 2025 09:02