Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 06:30 Liverpool er að reyna að semja við Trent Alexander-Arnold og tvo aðra lykilmenn þessa dagana en forráðamenn félagsins hafa greinilega lítið verið að pæla í því að kaupa leikmenn í síðustu tveimur gluggum. Getty/Simon Stacpoole Janúarglugginn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta lokaðist í byrjun vikunnar og eitt af þeim liðum sem eyddu engu í honum var Liverpool. Þegar tveir síðustu gluggar eru teknir saman þá kemur athyglisverð staðreynd í ljós. Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football) Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Liverpool er vissulega með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eins og staðan er í dag en liðið er aftur á móti á botninum á listanum yfir þau félög í ensku úrvalsdeildinni sem hafa eytt mestu í leikmenn í síðustu tveimur félagsskiptagluggum. Brighton hefur eytt mestu eða 231,4 milljónum punda en bæði Manchester United (202,1 milljónir punda) og Manchester City (200,8 milljónir) eru líka yfir tvö hundruð milljónum í fjárfestingar í nýjum leikmönnum. Reyndar munar mjög litlu að Chelsea sé þar líka en félagið hefur eytt 196,7 milljónum punda í nýja leikmenn á þessum tíma. Tvö hundruð milljónir punda eru meira en 35 milljarðar í íslenskum krónum. Aston Villa (5. sæti), Tottenham (6. sæti) og Bournemouth (9. sæti) eru öll inn á topp tíu listanum í eyðslu ásamt Ipswich (7. sæti), West Ham (8. sæti) og Southampton (10. sæti). Arsenal er síðan í ellefta sæti með eyðslu upp á 90,1 milljónir punda. Þegar kemur að neðstu sætunum þá er Newcastle í þriðja neðsta sæti með 56,2 milljón punda eyðslu. Bítlaborgin á aftur á móti liðin tvö sem hafa verið sparsömust á þessum tíma. Everton hefur bara eytt 41,3 milljónum punda í nýja leikmenn en það er ekki nógu lítil eyðsla til að hrifsa neðsta sætið. Everton var vissulega í vandræðum vegna rekstrarreglna deildarinnar en það voru engin slík vandræði á nágrönnum þeirra. Það breytir ekki því að eitt í neðsta sæti listans er Liverpool með eyðslu upp á aðeins 34,7 milljónir punda. Hér fyrir neðan má síðan sjá allan topplistann. View this post on Instagram A post shared by 90min (@90min_football)
Enski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira