Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2025 15:37 Brot úr Norður-kóreskri stýriflaug sem féll á Karkív-borg í Úkraínu. Getty/Denys Glushko Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Þykir það til marks um það að eldflaugavísindamenn Norður-Kóreu hafi notað reynsluna af stríðinu í Úkraínu og Rússlandi til að betrumbæta eldflaugar sínar. Þetta kemur fram í frétt Reuters en einn heimildarmaður miðilsins úr úkraínska hernum segir að skotflaugarnar séu nú farnar að lenda um fimmtíu til hundrað metra frá skotmörkum sínum. Það eigi við rúmlega tuttugu síðustu skotflaugar frá Norður-Kóreu og sé mun betra en áður. Sérfræðingur suðurkóreskar hugveitu sem fjallar um hernaðarmál segir þessa þróun geta falið í sér mikla ógn gegn Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum, auk annarra ríkja ef Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, selji öðrum eldflaugar. „Þetta getur haft mikil áhrif á stöðugleika á svæðinu og í heiminum,“ sagði Yang Uk, áðurnefndur sérfræðingur. Eins og fram kemur í frétt Reuters hefur mikil þróun orðið á eldflaugaáætlun Norður-Kóreu á undanförnum árum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur þó gefið Norður-kóreumönnum fyrsta tækifærið til að prófa eldflaugar sínar í átökum. Rússar eru sagðir hafa skotið um hundrað skammdrægum skotflaugum frá Norður-Kóreu að skotmörkum í Úkraínu frá lokum árs 2023. Þar að auki hafa Rússar fengið milljónir sprengikúla fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu, stórskotaliðsvopn og hermenn. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Norðurkóreskir hermenn hafa tekið þátt í átökunum í Kúrskhéraði í Rússlandi. Fregnir hafa þó borist af því að þeir hafi verið teknir af víglínunni vegna gífurlegs mannfalls. Þá höfðu fjölmiðlar ytra eftir embættismönnum á Vesturlöndum að af um ellefu þúsund Kimdátum sem hefðu verið sendir til Rússlands hefðu þúsund fallið. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Bandaríkjamenn telji fleiri Kimdáta á leiðinni til Rússlands á næstunni.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Tengdar fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51 Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. 3. febrúar 2025 10:51
Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. 28. janúar 2025 20:45
Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem undanfarna daga hefur hótað því að beita refsitollum gegn Kínverjum, Mexíkóum og Kanadamönnum hefur nú snúið sér að Rússum. 23. janúar 2025 07:31
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“