Innlent

Fengu ó­veðrið beint í æð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er ekkert víst að maður sé betur settur með tvær regnhlífar á óveðursdegi í Reykjavík.
Það er ekkert víst að maður sé betur settur með tvær regnhlífar á óveðursdegi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi.

Þessi ágæti herramaður setti músík í eyrun, gleraugun á nefið og gæddi sér á kaffi og með því.Vísir/Vilhelm
Á Gróttu var ótrúlegt en satt frekar hvasst í rauðu viðvöruninni. Það stoppaði ekki stuðið hjá þessum ferðalöngum.Vísir/Vilhelm
Hönd í hönd gengu þessar niður Bankastrætið.Vísir/Vilhelm
Þessar klæddu sig upp fyrir veðrið en regnhlífin virðist gera lítið gagn.Vísir/Vilhelm
Á gangi eftir Mýrargötunni áleiðis út á Granda.Vísir/Vilhelm
Regnboginn á Skólavörðustíg er gott myndefni í öllum veðrum.Vísir/Vilhelm
Þessi klæddu sig í stíl í tilefni óveðursins.Vísir/Vilhelm
Þú varst yndi, þú varst yndi og ástin mín. Já, það getur verið gott að ganga saman hönd í hönd, sérstaklega þegar er vindasamt og blautt. Vísir/Vilhelm
Þessi héldu ró sinni og biðu eftir strætó í Lækjargötu.Vísir/Vilhelm
Jólaskrautið er enn á sínum stað á Skólavörðustíg.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×