Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 15:43 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festi. Birgir Ísleifsson Hagnaður Festi, sem rekur meðal annars Krónuna og Elko, á fjórða ársfjórðungi 2024 dróst umtalsvert saman milli ára. Það er einna helst að rekja til 750 milljóna króna stjórnvaldssektar sem lögð var á félagið vegna samkeppnislagabrota. Hagnaður var þó talsvert meiri árið 2024 en árið á undan. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði umtalsvert í miklum viðskiptum í dag. Festi birti uppgjör fyrir síðasta ár eftir lokun markaða í gær. Þar segir að rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2024 hafi numið 156.7 milljörðum króna, samanborið við 138,44 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,2 prósent milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar á árinu 2024 hafi numið 12,5 milljörðum króna, samanborið við 11 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,6% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu hafi hagnaður ársins numið fjórum milljörðum krónam samanborið við 3,4 milljarða árið 2023, og heildarafkoma ársins 6,4 milljörðum, samanborið við 3,4 milljarðar árið 2023. Viðburðaríkt ár Í ársreikningum segir að árið 2024 hafi verið viðburðaríkt hjá Festi. Rekstur félagsins hafi gengið ágætlega á árinu og betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umhverfið hafi áfram verið krefjandi en áhrifa hás heimsmarkaðsverðs á hrávörum hafi gætt með lægra framlegðarstigi, sérstaklega í eldsneytishluta starfseminnar. Tíð eldgos á Reykjanesskaga hafi fækkað ferðamönnum framan af ári, en aukning á seinni helmingi ársins hafi skilað lítilsháttar aukningu í fjölda ferðamanna fyrir árið í heild milli ára. Ánægjulegt hafi verið að fjöldi heimsókna og selt magn hafi aukist í flestum verslunum milli ára ásamt því að góð aukning hafi náðst í seldum eldsneytislítrum. Farið hafi verið í fjölda hagræðingarverkefna á árinu sem hafi skilað góðum árangi í lækkun rekstrarkostnaðar, en áhrif hárrar verðbólgu og almennra launahækkana sem samið var um á vinnumarkaði hafi hækkað allan rekstrarkostnað. Búist sé við að verð haldist áfram hátt á hrávörumörkuðum á meðan stríð og óvissuástand ríkir í Úkraníu og fyrir botni Miðjarðarhafs en vonir standi til að verðbólga gangi niður á Íslandi eftir því sem líður á árið 2025. Einhver merki um kólnun atvinnulífs á seinni helmingi ársins hafi fundist með minni sölu í ákveðnum vöruflokkum en væntingar standi til þess að með lægri verðbólgu og lækkun stýrivaxta muni það lagast á þessu ári. Breyttu afkomuspá fjórum sinnum Þann 14. júní 2024 hafi Festi undir sátt við Samkeppniseftirlitið um kaup félagsins á öllu hlutafé í Lyfju hf. sem hafi verið síðasta skilyrðið í kaupsamningnum sem undirritaður hafi verið 13. júlí 2023. Lyfja hafi því orðið hluti af samstæðu ársreikningi félagsins frá júlí 2024. Félagið hafi gefið út afkomuspá 7. febrúar 2024 fyrir árið 2024, þar sem EBITDA afkoman hafi verið áætluð 11.200 til 11.600 milljónir króna. Félagið hafi hækkað afkomuspá sína þrisvar á árinu en lækkað hana einu sinni. Afkomuspáin hafi verið lækkuð í 12.200 til 12.500 milljónir króna í nóvember, þegar félagið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkenndi brot í tengslum við samruna Festi og N1 árið 2018. Með sáttinni hafi félagið samþykkt að greiða 750 milljóna króna sekt. Ríflega fimmtán hundruð stöðugildi EBITDA niðurstaða ársins hafi numið 12.511 milljónum króna, sem sé umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýri betri EBITDA afkomu, sérstaklega í dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar þar sem velta og framlegð hafi aukist mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá hafi afkoma Lyfju ekki verið inni í upphaflegri afkomuspá ársins. Stöðugildi umreiknuð í heilsársstörf hafi verið 1.533 og fjölgað um 13,4 prósent milli ára. Starfsmannafjöldi hafi verið 2.769 að meðaltali og kynjahlutfallið hafi verið 60/40, körlum í hag. Kynjahlutfall stjórnenda hafi einnig 60/40 verið. Eigið fé samstæðunnar í árslok hafi verið 43,5 milljarðar króna, samanborið við 35,8 milljarða króna árið 2023, að meðtöldu hlutafé að nafnverði 311 milljóna króna. Eiginfjárhlutfallið hafi verið 37,9 prósent, samanborið við 37,3 prósent árið 2023, í árslok. Lausafjárstaða félagsins sé sterk með 4,6 milljarða króna í handbært fé til ráðstöfunar í árslok og félagið vel í stakk búið að takast á við verkefnin framundan. Stjórn félagsins leggi til að greiddur verði 4,5 króna arður á hvern nafnverðshlut á árinu 2025 eða um 1,4 milljarðar króna. Hækkaði um fjögur prósent Svo virðist sem markaðurinn hafi tekið vel í ársreikning Festi en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 4,03 prósent í dag. Viðskipti með bréfin námu 2,2 milljörðum króna. Aðeins gengi Íslandsbanka hækkaði meira, um 4,94 prósent. Íslandsbanki greindi frá því eftir lokun markaða að bankinn hefði fengið heimild til kaupa á allt að 15 milljörðum króna af eigin bréfum. Festi Verslun Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira
Festi birti uppgjör fyrir síðasta ár eftir lokun markaða í gær. Þar segir að rekstrartekjur samstæðunnar á árinu 2024 hafi numið 156.7 milljörðum króna, samanborið við 138,44 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,2 prósent milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og matsbreytingar á árinu 2024 hafi numið 12,5 milljörðum króna, samanborið við 11 milljarða árið 2023, og hækkað um 13,6% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu hafi hagnaður ársins numið fjórum milljörðum krónam samanborið við 3,4 milljarða árið 2023, og heildarafkoma ársins 6,4 milljörðum, samanborið við 3,4 milljarðar árið 2023. Viðburðaríkt ár Í ársreikningum segir að árið 2024 hafi verið viðburðaríkt hjá Festi. Rekstur félagsins hafi gengið ágætlega á árinu og betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Umhverfið hafi áfram verið krefjandi en áhrifa hás heimsmarkaðsverðs á hrávörum hafi gætt með lægra framlegðarstigi, sérstaklega í eldsneytishluta starfseminnar. Tíð eldgos á Reykjanesskaga hafi fækkað ferðamönnum framan af ári, en aukning á seinni helmingi ársins hafi skilað lítilsháttar aukningu í fjölda ferðamanna fyrir árið í heild milli ára. Ánægjulegt hafi verið að fjöldi heimsókna og selt magn hafi aukist í flestum verslunum milli ára ásamt því að góð aukning hafi náðst í seldum eldsneytislítrum. Farið hafi verið í fjölda hagræðingarverkefna á árinu sem hafi skilað góðum árangi í lækkun rekstrarkostnaðar, en áhrif hárrar verðbólgu og almennra launahækkana sem samið var um á vinnumarkaði hafi hækkað allan rekstrarkostnað. Búist sé við að verð haldist áfram hátt á hrávörumörkuðum á meðan stríð og óvissuástand ríkir í Úkraníu og fyrir botni Miðjarðarhafs en vonir standi til að verðbólga gangi niður á Íslandi eftir því sem líður á árið 2025. Einhver merki um kólnun atvinnulífs á seinni helmingi ársins hafi fundist með minni sölu í ákveðnum vöruflokkum en væntingar standi til þess að með lægri verðbólgu og lækkun stýrivaxta muni það lagast á þessu ári. Breyttu afkomuspá fjórum sinnum Þann 14. júní 2024 hafi Festi undir sátt við Samkeppniseftirlitið um kaup félagsins á öllu hlutafé í Lyfju hf. sem hafi verið síðasta skilyrðið í kaupsamningnum sem undirritaður hafi verið 13. júlí 2023. Lyfja hafi því orðið hluti af samstæðu ársreikningi félagsins frá júlí 2024. Félagið hafi gefið út afkomuspá 7. febrúar 2024 fyrir árið 2024, þar sem EBITDA afkoman hafi verið áætluð 11.200 til 11.600 milljónir króna. Félagið hafi hækkað afkomuspá sína þrisvar á árinu en lækkað hana einu sinni. Afkomuspáin hafi verið lækkuð í 12.200 til 12.500 milljónir króna í nóvember, þegar félagið gerði sátt við Samkeppniseftirlitið og viðurkenndi brot í tengslum við samruna Festi og N1 árið 2018. Með sáttinni hafi félagið samþykkt að greiða 750 milljóna króna sekt. Ríflega fimmtán hundruð stöðugildi EBITDA niðurstaða ársins hafi numið 12.511 milljónum króna, sem sé umtalsvert betri en fyrsta afkomuspá ársins gerði ráð fyrir. Aukin umsvif hjá öllum dótturfélögum Festi skýri betri EBITDA afkomu, sérstaklega í dagvöru- og eldsneytishluta samstæðunnar þar sem velta og framlegð hafi aukist mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá hafi afkoma Lyfju ekki verið inni í upphaflegri afkomuspá ársins. Stöðugildi umreiknuð í heilsársstörf hafi verið 1.533 og fjölgað um 13,4 prósent milli ára. Starfsmannafjöldi hafi verið 2.769 að meðaltali og kynjahlutfallið hafi verið 60/40, körlum í hag. Kynjahlutfall stjórnenda hafi einnig 60/40 verið. Eigið fé samstæðunnar í árslok hafi verið 43,5 milljarðar króna, samanborið við 35,8 milljarða króna árið 2023, að meðtöldu hlutafé að nafnverði 311 milljóna króna. Eiginfjárhlutfallið hafi verið 37,9 prósent, samanborið við 37,3 prósent árið 2023, í árslok. Lausafjárstaða félagsins sé sterk með 4,6 milljarða króna í handbært fé til ráðstöfunar í árslok og félagið vel í stakk búið að takast á við verkefnin framundan. Stjórn félagsins leggi til að greiddur verði 4,5 króna arður á hvern nafnverðshlut á árinu 2025 eða um 1,4 milljarðar króna. Hækkaði um fjögur prósent Svo virðist sem markaðurinn hafi tekið vel í ársreikning Festi en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 4,03 prósent í dag. Viðskipti með bréfin námu 2,2 milljörðum króna. Aðeins gengi Íslandsbanka hækkaði meira, um 4,94 prósent. Íslandsbanki greindi frá því eftir lokun markaða að bankinn hefði fengið heimild til kaupa á allt að 15 milljörðum króna af eigin bréfum.
Festi Verslun Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Sjá meira