Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Lovísa Arnardóttir, Hólmfríður Gísladóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. febrúar 2025 08:37 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið vel undirbúnar fyrir lægðina í gær og séu í viðbragðsstöðu fyrir þá næstu. Landsbjörg Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. „Þetta er náttúrulega bara svo sem eins og í gær; við verðum bara að sjá hvað veðrið færir okkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, um verkefni dagsins. Vonandi verði þau fá eða engin en menn séu í viðbragðsstöðu. Hann segir björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu miða við að vera með styttri viðbragðstíma en í gær. Þá voru um 30 þriggja til fjögurra manna hópar að störfum á höfuðborgarsvæðinu og svipað á landsbyggðinni. „Við erum meðvituð um hvað er að koma og sjáum hvað það færir okkur.“ Foktjón hefur orðið víða. Þessar myndir eru úr innri Njarðvík. Engin alvarleg slys á fólki Jón segir gærdaginn hafa gengið vel, miðað við veðurhaminn og fjölda verkefna, sem voru á annað hundrað talsins á höfuðborgarsvæðinu og yfir 300 á landinu öllu. „Þetta var nú helst kannski bara áhrif vinds sem náði að rífa sig undir og fletta klæðningu af húsum, sprengja upp garðskúra og geymsluskúra, brjóta rúður og fleira í þeim dúr,“ segir Jón um útköll gærdagsins. Hann segist ekki vita til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki í veðurofsanum. Hann segir ekkert eitt verkefni standa upp úr heldur frekar fjölda verkefna sem ber vott um veðurhaminn. Jón Þór segir björgunarsveitir ekki hafa fengið tilkynningar um mörg vatnstjón en miðað við tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins má gera ráð fyrir að slíkar tilkynningar hafi frekar borist til þeirra. Boðanir á dælubíla voru 24 og voru það að mestu leyti útköll tengd veðurofsanum. Sjúkrabílar voru boðaðir í 142 útköll þar af 42 á forgangi. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Röskun á skólastarfi Vegagerðin ítrekar að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður röskun á skólastarfi. Grunn- og leikskólar verða þó ekki lokaðir í borginni, en halda úti lágmarksmönnun. Öllu skólastarfi hefur verið aflýst á Suðurnesjum. Þá fellur niður skólastarf í báðum grunnskólum Fjallabyggðar og leikskólum. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar bæjarins verði opnir í dag en skólastarf falli niður í Hlíðarskóla. Öllum starfsstöðvum menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið lokað til að minnsta kosti eitt í dag sem þýðir að meðal annars að sundlaugar Reykjavíkur eru lokaðar. Hægt er að fylgjast með öllum helstu vendingum af veðrinu í vaktinni hér á Vísi. Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Slökkvilið Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara svo sem eins og í gær; við verðum bara að sjá hvað veðrið færir okkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, um verkefni dagsins. Vonandi verði þau fá eða engin en menn séu í viðbragðsstöðu. Hann segir björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu miða við að vera með styttri viðbragðstíma en í gær. Þá voru um 30 þriggja til fjögurra manna hópar að störfum á höfuðborgarsvæðinu og svipað á landsbyggðinni. „Við erum meðvituð um hvað er að koma og sjáum hvað það færir okkur.“ Foktjón hefur orðið víða. Þessar myndir eru úr innri Njarðvík. Engin alvarleg slys á fólki Jón segir gærdaginn hafa gengið vel, miðað við veðurhaminn og fjölda verkefna, sem voru á annað hundrað talsins á höfuðborgarsvæðinu og yfir 300 á landinu öllu. „Þetta var nú helst kannski bara áhrif vinds sem náði að rífa sig undir og fletta klæðningu af húsum, sprengja upp garðskúra og geymsluskúra, brjóta rúður og fleira í þeim dúr,“ segir Jón um útköll gærdagsins. Hann segist ekki vita til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki í veðurofsanum. Hann segir ekkert eitt verkefni standa upp úr heldur frekar fjölda verkefna sem ber vott um veðurhaminn. Jón Þór segir björgunarsveitir ekki hafa fengið tilkynningar um mörg vatnstjón en miðað við tilkynningu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins má gera ráð fyrir að slíkar tilkynningar hafi frekar borist til þeirra. Boðanir á dælubíla voru 24 og voru það að mestu leyti útköll tengd veðurofsanum. Sjúkrabílar voru boðaðir í 142 útköll þar af 42 á forgangi. Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Röskun á skólastarfi Vegagerðin ítrekar að ökutæki sem taka á sig mikinn vind eiga alls ekki að vera á ferli milli landshluta í dag. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með aðstæðum og vera tilbúnir að breyta ferðaplönum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður röskun á skólastarfi. Grunn- og leikskólar verða þó ekki lokaðir í borginni, en halda úti lágmarksmönnun. Öllu skólastarfi hefur verið aflýst á Suðurnesjum. Þá fellur niður skólastarf í báðum grunnskólum Fjallabyggðar og leikskólum. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar bæjarins verði opnir í dag en skólastarf falli niður í Hlíðarskóla. Öllum starfsstöðvum menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið lokað til að minnsta kosti eitt í dag sem þýðir að meðal annars að sundlaugar Reykjavíkur eru lokaðar. Hægt er að fylgjast með öllum helstu vendingum af veðrinu í vaktinni hér á Vísi.
Veistu meira um málið? Áttu myndir af pollum, vatnselgum eða vatnslekum? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is.
Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Slökkvilið Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Sjá meira