Enski boltinn

Arteta von­svikinn

Aron Guðmundsson skrifar
Mikel Arteta ræðir hér við sína menn 
Mikel Arteta ræðir hér við sína menn  Vísir/Getty

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er vonsvikinn með þá staðreynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta nýjum leikmanni við leikmannahóp sinn í nýafstöðnum félagsskiptaglugga.

Vonir stuðnings­manna Arsenal voru bundnar við að félagið myndi sækja fram­herja í glugganum í ljósi meiðsla Gabriel Jesus sem verður lengi frá eftir að hafa slitið kross­band og þá er Buka­yo Saka enn frá vegna meiðsla. Þjóðverjinn Kai Ha­vertz hefur borið hitann og þungann sem fram­herji liðsins upp á síðkastið.

Arsenal kannaði ýmsa mögu­leika í félags­skipta­glugganum, gerði meðal annars til­boð í Olli­e Wat­kins fram­herja Aston Villa og könnuðu mögu­leikann á því að sækja Mat­hys Tel frá Bayern Munchen en sá endaði hjá Totten­ham á láni út tíma­bilið.

Arsenal mætir New­cast­le United í kvöld í seinni leik liðanna í undanúr­slitum enska deildar­bikarsins og á blaða­manna­fundi fyrir leikinn lýsti Arteta yfir von­brigðum sínum.

„Við vorum með skýr mark­mið. Að leita leiða til þess að bæta leik­manna­hópinn með ákveðinni týpu af leik­mönnum. Við náðum því ekki og erum því von­sviknir en erum þó einnig meðvitaðir um að við viljum aðeins ákveðna týpu af leik­mönnum. Við þurfum að vera agaðir í okkar nálgun og við vorum það að mínu mati,“ sagði Arteta á blaða­manna­fundinum.

Að­spurður hvort hann væri sér­stak­lega pirraður út í þá stað­reynd að félaginu hafi ekki tekist að bæta við fram­herja svaraði Arteta því neitandi.

„Vegna þess að við gerðum okkar besta, fórum rétt að hlutunum,“ sagði Arteta. „Auðvitað getum við dregið lær­dóm frá þessu, getum það alltaf, en svo verðum við að halda áfram. Það er engin leið að vita á þessari stundu hvort það hefði verið betra að semja við ein­hvern eða ekki. Við munum lík­legast fá svar við þeirri spurningu í lok tíma­bilsins.“

Arsenal er sem stendur í 2.sæti ensku úr­vals­deildarinnar, sex stigum á eftir topp­liði Liver­pool sem á einnig leik til góða. Þá er Arsenal komið í 16-liða úr­slit Meistara­deildarinnar, á fyrir höndum leik kvöldsins í undanúr­slitum deildar­bikarsins en er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×