Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2025 11:07 Mannanafnanefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn í málinu. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um að eiginnafnið Kanína verði fært í mannanafnaskrá. Nefndin telur að nafnið gæti orðið nafnbera til ama og segir því nei. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Nefndin hafnaði sömuleiðis eiginnafninu Birkirr þar sem vísað var í að ekki væri hefð fyrir þessum rithætti, en gaf grænt ljós á kvenkynsnöfnin Öxi, Fíóna, Rei og Bernadette, auk karlmannsnafnanna Hafgnýr, Omar, Aksel og Malcolm. Í úrskurðinum um nafnið Kanína segir að nafnin uppfylli skilyrði laga um íslenska eignafallsbeygingu, og almennar ritreglur. Hins vegar reyni á ákvæði um hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur að Kanína sé leitt af samnafninu kanína sem sé heiti vel þekktrar dýrategundar sem oft sé höfð sem gæludýr. „Þótt nokkur dýraheiti séu einnig notuð sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru heiti gælu- eða húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurðinum. Í greinargerð með lögum um mannanöfnsegir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. „Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama. Má í því sambandi nefna að í beiðni umsækjanda kemur fram að nafnið hafi fyrst verið brandari en síðan fest við umsækjanda. Telur mannanafnanefnd að nafnið Kanína geti orðið nafnbera til ama og uppfylli því ekki skilyrði 5. gr. laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurðinum. Mannanöfn Tengdar fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum úrskurði nefndarinnar. Nefndin hafnaði sömuleiðis eiginnafninu Birkirr þar sem vísað var í að ekki væri hefð fyrir þessum rithætti, en gaf grænt ljós á kvenkynsnöfnin Öxi, Fíóna, Rei og Bernadette, auk karlmannsnafnanna Hafgnýr, Omar, Aksel og Malcolm. Í úrskurðinum um nafnið Kanína segir að nafnin uppfylli skilyrði laga um íslenska eignafallsbeygingu, og almennar ritreglur. Hins vegar reyni á ákvæði um hvort nafnið geti orðið nafnbera til ama. Fram kemur að Kanína sé leitt af samnafninu kanína sem sé heiti vel þekktrar dýrategundar sem oft sé höfð sem gæludýr. „Þótt nokkur dýraheiti séu einnig notuð sem mannanöfn, svo sem Björn, Úlfur, Arna og Lóa, eru heiti gælu- eða húsdýra almennt ekki notuð sem mannanöfn,“ segir í úrskurðinum. Í greinargerð með lögum um mannanöfnsegir að það séu auðsæilega mikilvægir hagsmunir barna að þeim séu ekki gefin nöfn sem telja verður ósiðleg, niðrandi eða meiðandi. „Jafnframt er bent á að ákvæðið um að nafn megi ekki vera nafnbera til ama sé vandmeðfarið þar sem erfitt sé að leggja hlutlægt mat á ama. Áréttað er að ákvæðinu skuli beita mjög varlega og er tekið fram að eðlilegt sé að ákvæðinu sé því aðeins beitt að telja megi merkingu nafns neikvæða eða óvirðulega. Þegar svo háttar að fullorðinn einstaklingur sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Mannanafnanefnd ber því að meta hvort nafn sé þess eðlis að það geti orðið barni til ama. Má í því sambandi nefna að í beiðni umsækjanda kemur fram að nafnið hafi fyrst verið brandari en síðan fest við umsækjanda. Telur mannanafnanefnd að nafnið Kanína geti orðið nafnbera til ama og uppfylli því ekki skilyrði 5. gr. laga um mannanöfn. Bent skal á að fullveðja einstaklingur sem hefur í hyggju að kjósa sér nafn af einhverjum ástæðum sem að öllu jöfnu kynni að valda barni sem nafnhafa ama, getur í daglegu lífi sínu viðhaft það nafn þótt það fái ekki opinbera skráningu hjá stjórnvöldum og færist ekki á mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd hlutast ekki til um gælunöfn, listræn nöfn eða önnur þau nöfn eða nefni sem kunna að tíðkast í daglegu lífi utan opinberrar skráningar,“ segir í úrskurðinum.
Mannanöfn Tengdar fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Hrafnadís er afbökun og fær því nei Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. 16. janúar 2025 15:47
Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05
Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05
Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðnir um karlkynseiginnöfnin Ekkó og Milan og kvenkynseiginnöfnin Dúrra, Hafsól, Imba, Melía, Marselín og Sisa. 18. september 2024 14:32