Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:32 Dagur Sigurðsson sló á allar efasemdaraddir í Króatíu með því að skila fyrstu verðlaunum Króata síðan á EM 2016. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn. Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira