Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2025 14:15 Skjálftavirkni á svæðinu norðan Grindavíkur hefur verið lítil að undanförnu. Vísir/Vilhelm Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram að undanförnu. Tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst getur staðið í allt að mánuð eða lengur. Þetta er meðal þess sem fram kemur á vef Veðurstofunnar þar sem segir frá nýjustu tíðindum frá Sundhnúksgígsröðinni. Þar segir að slæmt veður á næstu dögum geti haft áhrif á næmni mælinga. Skjálfravirkni á svæðinu hefur áfram verið lítil og þa er hættumat óbreytt. „Veðurspá næstu daga sýnir lægðagang yfir landinu, sem gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan stormi og úrkomu. Þessi veðurskilyrði geta haft áhrif á mælingar sérstaklega hvað varðar skyggni og næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS-mælinga. Veðurstofan mun áfram fylgjast náið með þróuninni, en fólk er hvatt til að fylgjast með veðurviðvörunum og gæta aðgátar við ferðalög. Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Eins og greint var frá í frétt í síðustu viku er magn kviku undir Svartsengi komið að neðri mörkum þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Ef horft er til síðustu eldgosa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni hafa þau byrjað allt frá þremur dögum upp í fjórar vikur eftir að neðri mörkum er náð. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin. Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina hefur verið með minna móti síðan að síðasta gosi lauk 9. desember. Einungis mælast örfáir skjálftar á dag. Suma daga síðustu vikuna hefur verið slæmt veður sem hefur haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafa mögulega ekki mælst. Hættumatið gildir til 11. febrúar að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningunni. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur á vef Veðurstofunnar þar sem segir frá nýjustu tíðindum frá Sundhnúksgígsröðinni. Þar segir að slæmt veður á næstu dögum geti haft áhrif á næmni mælinga. Skjálfravirkni á svæðinu hefur áfram verið lítil og þa er hættumat óbreytt. „Veðurspá næstu daga sýnir lægðagang yfir landinu, sem gerir ráð fyrir suðvestan og sunnan stormi og úrkomu. Þessi veðurskilyrði geta haft áhrif á mælingar sérstaklega hvað varðar skyggni og næmni jarðskjálfta- og rauntíma GPS-mælinga. Veðurstofan mun áfram fylgjast náið með þróuninni, en fólk er hvatt til að fylgjast með veðurviðvörunum og gæta aðgátar við ferðalög. Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Eins og greint var frá í frétt í síðustu viku er magn kviku undir Svartsengi komið að neðri mörkum þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Ef horft er til síðustu eldgosa sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni hafa þau byrjað allt frá þremur dögum upp í fjórar vikur eftir að neðri mörkum er náð. Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin. Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina hefur verið með minna móti síðan að síðasta gosi lauk 9. desember. Einungis mælast örfáir skjálftar á dag. Suma daga síðustu vikuna hefur verið slæmt veður sem hefur haft áhrif á næmni skjálftakerfisins, þannig að allra minnstu skjálftarnir hafa mögulega ekki mælst. Hættumatið gildir til 11. febrúar að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira