Þetta kemur fram í færslu hjá Tönju á Instagram. Þau eignuðust Ezra þann 23. janúar síðastliðinn. Sagði Tanja við tilefnið að tíminn hafi staðið í stað kl. 20:58 þetta kvöld þegar litli strákurinn kom í heiminn.
Tanja og Ryan byrjuðu saman í byrjun árs 2022 og búa í úthverfi í Manchester í Englandi. Hún flutti til Bretlands í byrjun árs 2022 og sagðist ætla að koma vörumerki sínu Glamista Hair betur fyrir á alþjóðlegum markaði.