Blátt bann við erlendum fjárframlögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 22:25 Tilefni frumvarpsins er að þingkosningar fara fram í vor en Grænlendingar mega sín lítils andspænis hagsmunum stórveldanna. Getty Grænlenska landsstjórnin hyggst leggja blátt bann við nafnlausum og erlendum fjárhagsstuðningi til stjórnmálasamtaka. Ætlunin er að koma í veg fyrir erlend afskipti af þingkosningum þar í landi í vor. Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög. Grænland Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira
Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög.
Grænland Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira