Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 16:10 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. AP/Marco Ugarte Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit. Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32
Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00
Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47