Nefndin einróma um kosningarnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 10:17 Dagur B. Eggertsson er formaður undirbúningsnefndarinnar. Vísir/Einar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57
Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40