Handbolti

Finnst um­ræðan skrýtin: „Ó­dýr þvæla“

Aron Guðmundsson skrifar
Snorri Steinn á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Króatíu í Zagreb í milliriðlum HM í handbolta
Snorri Steinn á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Króatíu í Zagreb í milliriðlum HM í handbolta Vísir/Vilhelm Gunnarsson

„Mér finnst sú um­ræða bara vera skrýtin ef ég á að vera alveg hrein­skilinn,“ segir Snorri Steinn Guðjóns­son, lands­liðsþjálfari Ís­lands í hand­bolta, um gagn­rýni sem beindist gegn HSÍ og heim­ferðarplönum af HM áður en að Ís­land var úr leik á mótinu.

Gísli Þor­geir Kristjáns­son, leik­maður lands­liðsins kom inn á það í viðtali við RÚV eftir þungt tap gegn Króötum í milli­riðlum að starfs­maður HSÍ hefði spurt hann um heim­ferðarplön en mögu­leikar Ís­lands á HM voru þá ekki alveg úr sögunni og loka­leikur milli­riðilsins eftir.

Klippa: Snorri um gagnrýni á heimferðarplön: „Ódýr þvæla“

„Það var ákveðið högg að fá frá starfs­manni HSÍ fyrir leikinn, svona plan B, hvenær viltu fara til Mag­deburgar? Þá fékk maður svona, vá, þetta gæti bara verið búið á morgun,“ sagði Gísli Þor­geir í sam­tali við RÚV en málið vakti mikla at­hygli og gagn­rýni.

Um­ræðan og hálf­gerð gagn­rýni sem beindist gegn HSÍ í þessum efnum kom lands­liðsþjálfaranum spánskt fyrir sjónir.

„Mér finnst umræðan skrýtin ef ég á að vera alveg hrein­skilinn,“ svarar Snorri Steinn að­spurður um málið. „Þeir sem hafa verið á stór­mótum vita hvernig þetta virkar. Þú hefur nokkra klukkutíma til að plana það að vera fara af hótelinu og ert ekki í neinni annarri aðstöðu en að fara gera plan A og B. Þetta hafði akkúrat engin áhrif á drengina, liðið eða undir­búninginn sem slíkan.

Mér finnst það bara vera ódýr þvæla. Það að við höfum byrjað leikinn illa á móti Argentínu hafði ekkert með ein­hver heim­ferðarplön að gera. Það var meira kannski bara sú staða sem var komin upp og þau þyngsli sem menn voru að glíma við and­lega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×