Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:32 Þorgerður segir að utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, hafi talað saman í vikunni um hvað þyrfti að gera færi Trump í tollastríð við Evrópusambandið. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“ Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“
Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira