100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:04 Fulltrúar Bláskógabyggðar, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðis og Helgi Kjartansson, oddviti. Með þeim eru bormenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða en þeir heita frá vinstri, Ármann Magnús Ármannsson, Ívar Jensson og Guðmundur Loftsson, sem er borstjóri. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Reykholt er byggðakjarni í Bláskógabyggð þar sem íbúum fjölgar stöðugt enda mikið byggt á staðnum. Þar eru líka öflugar garðyrkjustöðvar og því stór lottóvinningur að finna allt þetta heita vatn í ört stækkandi samfélagi. Það voru starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á Selfossi, sem fundu allt þetta heita vatn með bornum Trölla. „Við vorum afskaplega heppin, fengum vatn í fyrstu tilraun, 15 til 20 sekúndu lítra af hundrað gráðu heitu vatni, þannig að við erum gríðarlega ánægð með árangurinn,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. „Við erum náttúrulega búin að vera að vinna í þessu með Ísor núna í tvö ár að staðsetja svona vinnsluholur, tókum prufuholur,” segir Helgi. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar (t.v.) og Guðmundur Ármann Böðvarsson, framkvæmdastjóri Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, sem eru að sjálfsögðu hæstánægðir með að hafa fundið allt þetta heita vatn í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddvitinn segir að heita vatnið eigi eftir að nýtast mjög vel. „Já, já, það mun náttúrulega nýtast í Reykholti í íbúðabyggðina og garðyrkjuna. Okkur hefur fjölgað svo mikið að við þurfum á þessu vatni að halda og við sjáum fram á enn meiri stækkun en okkur hefur fjölgað um 56% í Reykholti frá 2020. Og frá 2020 höfum við líka úthlutað lóðum fyrir um 100 íbúðir,” bætir Helgi við. Ármann Magnús hefur staðið vaktina í Reykholti með sínum mönnum, sem fundu heita vatnið en brosið fer ekki af þeim síðan, sem eðlilegt er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heita vatnið fannst á 392 metra dýpi. En Bláskógabyggð ætlar að láta bora meira eftir heitu vatni og nú á að fara með borinn Trölla á Laugarvatn og freista þess að finna líka vatn þar á planinu við Menntaskólann að Laugarvatni. Vatnið er 100 gráðu heitt og mun nýtast vel í allri uppbyggingu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Vatn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira