Enski boltinn

Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Dorgu með Manchester United treyjuna en hann gerði fimm og hálfs árs samning við félagið.
Patrick Dorgu með Manchester United treyjuna en hann gerði fimm og hálfs árs samning við félagið. Getty/Ash Donelon

Patrick Dorgu er orðinn leikmaður Manchester United eftir að enska úrvalsdeildarfélagið gekk frá kaupum á honum frá ítalska félaginu Lecce.

United borgar Leccer 25 milljónir punda fyrir danska varnarmanninn en upphæðin gæti hækkað um fjórar milljónir punda. Dorgu skrifaði undir fimm og hálfs árs samning eða fram á sumar 2030.

Dorgu er aðeins tvítugur en hefur spilað 57 leiki fyrir Lecce síðan hann kom inn í aðalliðið á síðustu leiktíð.

„Ég er rosalega stoltur af því að geta kallað mig leikmann Manchester United. Þetta er mjög sérstakur dagur fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Patrick Dorgu.

„Ég get ekki beðið eftir því að fá að vinna með Ruben Amorim. Viska hans um þetta lið og framtíðarsýn hans er mjög spennandi. Það er klárt plan fyrir framþróun mína sem leikmanns og mér finnst að Manchester United sé fullkominn staður fyrir mig að ná mínum stóru markmiðum,“ sagði Dorgu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×