Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 14:29 Chris Wood fagnar einu marka sinna með þeim Anthony Elanga, Morgan Gibbs-White og Elliot Anderson. Nottingham Forest fór á kostum í dag. Getty/Dan Istitene Nottingham Forest steinlá óvænt í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en hrista það af sér strax og komst upp að hlið Arsenal með 7-0 stórsigri á Brighton & Hove Albion. Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira
Leikmenn Forest hafa komið mikið á óvart í vetur með því að vera í hópi efstu liða og einhverjar hafa jafnvel talið að stórtapið á móti Bournemouth á dögunum þýddi að blaðran væri sprungin. Forest liðið sýndi í dag að það tap var bara slys. Leikmenn liðsins fóru á kostum í stórsigri í dag á liðinu í níunda sæti. Það er ekki á hverjum degi sem lið skora sjö mörk í leik í ensku úrvalsdeildinni og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Forest hafi notuð dagsins á City Ground. Enginn lék betur en Anthony Elanga sem gaf þrjár stoðsendingar en það var ekki eina þrennan í leiknum því Chris Wood skoraði þrjú mörk fyrir Forest. Wood skoraði þrjú síðustu mörk Forest en það þriðja kom úr víti. Hin tvö komu af stuttu færi eftir frábærar stoðsendingar frá Elanga. Elanga lagði einnig upp annað markið fyrir Morgan Gibbs-White sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það hjálpaði mikið til að Brighton komu mótherjum sínum yfir því fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Lewis Dunk strax á 12. mínútu. Þrettán mínútum síðar var Gibbs-White búinn að koma Forest í 2-0 og þriðja markið kom síðan eftir aðseins 32 mínútna leik. Fjögur mörk komu síðan í seinni hálfleiknum. Síðustu tvö mörkin skoruðu þeir Neco Williams og Jota Silva alveg í blálokin og breyttu kvöldi í algjöran hrylling fyrir gestina frá Brighton. Wood hefur nú skorað sautján deildarmörk á leiktíðinni og er aðeins tveimur mörkum á eftir Mo Salah sem er markahæstur með nítján mörk. Elanga er síðan kominn með átta stoðsendingar. Wood varð líka þarna fyrstur til að skora þrennu fyrir Forest í efstu deild síðan Nigel Clough gerði það í desember 1987.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Sjá meira