Fyrst koma þær Sigríður Margrét Oddsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Sonja Þorbergsdóttir frá BSRB til að ræða hagræðingartillögur í ríkisrekstri og áherslur SA á að lækka launakostnað og breyta réttindum ríkisstarfsmanna í því samhengi.
Agnar Tómas Möller, fjárfestir og stjórnarmaður í Íslandsbanka, ræðir svo mýtuna um hávaxtakrónuna íslensku og fleiri atriði er varða framtíð hagkerfisins.
Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir alþingismaður og Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðastofnunar HÍ, ræða Trump, yfirlýsingar hans um yfirtöku á Grænlandi og áhrif þess á Ísland og Evrópu ef til kæmi.
Loks ræðir Haukur Arnþórsson, dokor í stjórnsýslufræðium, fjárstyrki til stjórnmálaflokka sem a.m.k. fimm flokkar hafa þegið án þess að uppfylla lögbundin skilyrði um skráningu á viðeigandi stöðum.