Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar 1. febrúar 2025 14:30 Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega. Mikilvægir nytjastofnar humars og rækju hafa hrunið, og flestir botnfiskstofnar hafa minnkað. Þetta eru ekki einhverjar persónulegar hugleiðingar mínar, heldur byggt á tölulegum upplýsingum úr skýrslum Hafró. Og enn dökknar útlitið. Ekkert hefur gengið að byggja upp okkar verðmætasta nytjafiskstofn; þorskinn. Stofninn hefur minnkað. Alvarlegast er þó að þorskstofninn er nánast svelltur. Árið 1966 var meðalþyngd 7 ára þorsks, sem er ein uppistaðan í aflanum, 5.7 kg. Eftir nokkurra ára loðnuveiði, 1983, var þyngdin komin í 4,1kg og 1991 eftir mikil loðnuveiðiár, var þyngdin komin niður í 3,8kg. Hver 7 ára einstaklingur misst tæp 2kg af lífmassa. Nýjustu mælingar frá 2024 gefa 4,2 kg sem er enn langt undir þeirri þyngd sem var. Þorskur er ránfiskur, og ef engin önnur fæða er í boði, þá étur hann eigið ungviði. Nú finnst ekki næg loðna til að senda flotann til veiða, loðnubrestur. Rétt eins og árin; , 2008/9, 2018/19, 2019/20, 2023/24. Á síðast liðnum 10 árum hefur verið loðnubrestur í 6 vertíðar. Eru sérfræðingar okkar ekki farnir að sjá nein merki um að loðnustofninn sé að gefa eftir? Og, ef við skoðum aflatölur um landaða loðnu. Afli á árunum1996-2005 Samtals: 9.927.000 tonn – 100% Afli á árunum 2006-2015 Samtals: 3.269.000 tonn Afli á árunum 2016-2025 Samtals: 1.732.000 tonn – 17+% Hrun Þessar tölur sýna að á hverjum áratug hrynur veiðin. Og, hvað er gert? Það er notuð enn meiri tækni, jafnvel gervigreind, til að finna síðustu torfuna. Ráðgjöf Hafró sem gerir ráð fyrir „að geymd séu 400 þúsund tonn árlega“, er löngu komin í strand. Ef ekki verður gripið í taumana, þá má gera ráð fyrir að loðnustofninn hrynji alveg á vakt Hafró, rétt eins og humarinn, rækjan og lúðan. Hvenær ætla ráðamenn að vakna? Hrynji loðnustofninn munu botnfiskstofnar verða illa úti, þegar allt að 40% af fæðu þeirra hverfur nánast. Höfundur er útgerðartæknir.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar