Baráttukonur minnast Ólafar Töru Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. febrúar 2025 11:47 Ólafar Töru Harðardóttur baráttukonu er minnst með hlýhug. Vísir/Samsett Fjöldi fólks hefur minnst baráttukonunnar Ólafar Töru Harðardóttur sem lést langt fyrir aldur fram í fyrradag. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og lét mikið að sér kveða í baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Forseti Íslands, samstarfsfólk og baráttukonur minnast hennar með hlýhug. Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún. Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Ólöf Tara fæddist árið 1990. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund sem börðust fyrir breytingum í þágu þolenda ofbeldis. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir ötult starf sitt en hún rak einnig fyrirtæki sem sinnti þjálfun sem var sérsniðin að þörfum kvenna. „Ólöf Tara bjó lengi við ofbeldi í nánu sambandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns baráttu gegn ofbeldi og breyttum hugsunarhætti þjóðfélagsins í þeim efnum. En sárin rista djúpt og féll Ólöf Tara fyrir eigin hendi,“ segir í tilkynningu sem aðstandendur Ólafar Töru gáfu út í gær. Þyngra en tárum taki Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, minntist Ólafar og baráttu hennar í færslu á samfélagsmiðlum. „Það er þyngra en tárum taki að ung manneskja full af baráttumóð þjáist svo af sárum sínum að hún geti ekki horft fram á veginn með von í brjósti. Ég tek heilshugar undir hvatningu foreldra hennar, megi baráttan halda áfram og skila árangri, því ofbeldi af hverjum toga sem það er, er ólíðandi. Megi hvert okkar hugsa vel um orð okkar og gjörðir, leggja okkur fram um að breiða út kærleika en ekki sársauka,“ skrifar Halla. Magnaður brjálæðingur Hildur Lilliendahl Viggósdóttir aðgerðarsinni lýsir Ólöfu sem „mögnuðum brjálæðingi sem lét feðraveldið aldrei í friði.“ Hún segir heiminn fátækari án hennar. „Við getum verið brjálæðingar og búið til pláss fyrir nýja brjálæðinga og tekið okkur hlé og verið góð við hina brjálæðingana sem taka sér hlé. Við getum dreift álaginu meðvitað á meðan við hömumst í þessu sameiginlega markmiði um að brjóta niður feðraveldið. En umfram allt getum við reynt að vera góð hvert við annað. Okkur er ekki endilega öllum gefið að vera opinská um erfiðleikana okkar en þess þá heldur eigum við að leggja okkur fram við að tékka hvert á öðru,“ skrifar Hildur. „Hvíl í krafti“ Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, segir mikinn missi af Ólöfu Töru. „Heimsins fallegasta sál og baráttusystir. Ólöf var alltaf til staðar og breytti bæði samfélaginu öllu og mínu lífi til hins betra. Ég vildi óska að hún gæti séð allar kveðjurnar og hversu mikilvæg hún var,“ skrifar hún. Sema Erla Serdaroglu minnist Ólafar sem hetju og fyrirmyndar. Hún segir Ólöfu hafa barist til síðasta dags. „Fjölskylda, vinir og samfélagið syrgir og minnist hennar á sama tíma og himininn grætur og kröftugir vindar blása um landið. Það er viðeigandi því Ólöf var náttúruafl, jarðýta, hetja og fyrirmynd. Sem barðist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir réttlæti til handa þolendum ofbeldis til síðasta dags,“ skrifar hún. Hún segir Ólöfu Töru ekki hafa hikað við að rugga bátnum þrátt fyrir þann ólgusjó sem fylgir baráttu hennar „Hvíl í krafti kæra baráttusystir. Við höldum baráttunni áfram og nafni þínu á lofti,“ segir hún.
Kynbundið ofbeldi Tengdar fréttir Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Ólöf Tara Harðardóttir er látin Ólöf Tara Harðardóttir, baráttukona og þjálfari, lést á heimili sínu í gærkvöldi. Hún stofnaði samtökin Öfga og Vitund og var kraftmikil í baráttu gegn kynbundu ofbeldi. 31. janúar 2025 18:18