Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 09:02 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur upplifað erfiða daga síðan íslenska landsliðið lauk keppni á HM. Alltof snemma að margra mati en fimm sigrar í sex leikjum dugðu ekki. Vísir/Vilhelm Innan við vika hefur liðið síðan að Ísland féll úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta. Sárin hafa ekki gróið og landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson segir síðustu daga ekki hafa verið neitt frábæra. Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Aron Guðmundsson hitti Snorra og fór yfir málin með honum eftir annað stórmótið hans sem landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðið náði betri árangri en á síðustu mótum og vann fimm af sex leikjum sínum. Vonbrigðin voru engu að síður mikil að missa af sæti í átta liða úrslitunum. Hvernig hafa síðustu dagar verið fyrir Snorra Stein Guðjónsson? Hafa verið þungur dagar fyrir mig „Þeir hafa ekki verið neitt frábærir. Það er samt alltaf gott að koma heim til konu og barna. Inn á milli getur verið fínt að setja í vél og elda kvöldmat. Svekkelsið er það mikið að þetta hafa verið þungur dagar fyrir mig,“ sagði Snorri Steinn. „Að það þurfi ekki meira til að komast ekki í þessi átta liða úrslit. Fyrir mína parta og ég held ég tali fyrir alla strákana líka, þá var það bara sárt og grátlegt að þetta skyldi ekki duga til,“ sagði Snorri. „Það gerir það bara sárara þegar þér finnst þú hafa verið að gera góða hluti og finnst vera meðbyr með þér. Svona stórmót snúast að mörgu leyti um ákveðið mójó og að finna einhvern takt. Ég upplifði það margoft sem leikmaður að takturinn var bara ekki þarna og maður fór snemma heim,“ sagði Snorri. Fannst hlutir vera að tikka „Mér fannst hlutir vera að tikka fyrir okkur,“ sagði Snorri. Hann er kominn heim en heimsmeistaramótið er enn í gangi. Hefur hann verið að horfa á leikina á HM eftir að Ísland datt út? „Nei, ég hef ekki horft á það. Það bara svíður að vita að mótið sé í gangi og finnast að máður kannski hafa getið verið þarna. Þar fyrir utan þá er ég búinn að horfa á yfirdrifið nóg af handbolta,“ sagði Snorri. Það er sorgartímabil núna en svo tekur næsta verkefni við hjá landsliðinu eftir um sex vikur. Það er undankeppni næsta Evrópumóts. Hætta að vorkenna sjálfum sér „Á einhverjum tímapunkti þá þarf maður bara að hætta að vorkenna sjálfum sér og rífa sig í gang. Hætta að pulsast eitthvað í drasl. Horfa fram á veginn. Ég kem til með að greina þessa leiki strax eftir helgi. Koma síðan með fyrir mig og okkar teymi einhverja lokaniðurstöðu,“ sagði Snorri. Það má sjá fréttina með viðtalinu hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má hlusta á allt viðtalið í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. Klippa: Uppjör á HM í handbolta með Snorra Steini
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira