HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. janúar 2025 12:00 Fangelsismál eru flókin og snerta mörg svið samfélagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að hlutverk og ábyrgð hinna ýmissa ráðuneyta sem að fangelsismálum koma séu sérlega vel tilgreind og skýr. Allt of lengi hefur lítil sem engin samvinna og samstarf verið á milli ráðuneyta því málefni fanga hafa aldrei þótt „atkvæðaskapandi“. Á sama tíma er það krafan úr samfélaginu að fangavist skuli bera árangur, að mannréttindi fanga verði virt og tryggð, lýðheilsa þeirra bætt og endurhæfing sé nauðsynleg til þess að stuðla að farsælli aðlögun að samfélaginu að nýju. Það getur verið áskorun fyrir félagasamtök eins og okkur að þurfa að byrja upp á nýtt að kynna okkur, fyrir hvað við stöndum og hvað sé brýnast í málaflokknum, í hvert skipti sem ný ríkisstjórn tekur við völdum og ég tala nú ekki um eins og þann óstöðuleika sem hefur verið í dómsmálaráðuneytinu síðasta áratuginn. En hvaða ráðuneyti ætti að bera endanlega ábyrgð þegar kemur að fangelsismálum. Lítum á stöðuna. Fjögur ráðuneyti koma aðallega að málaflokknum í dag: Dómsmálaráðuneytið: Lagalegur rammi, öryggi samfélagsins og fangelsiskerfið Heilbrigðisráðuneytið: Lýðheilsa, geðheilsa og heilbrigðisþjónusta fanga Félagsmálaráðuneytið: Félagsleg endurhæfing, aðlögun að samfélaginu og stuðningsþjónusta Menntamálaráðuneytið: Menntun, starfsþjálfun, verknám og málefni barna fanga Við hjá Afstöðu höfum ávallt lagt áherslu á að fangar séu fyrst og fremst einstaklingar með mannréttindi, líkt og hverjir aðrir samfélagsþegnar. Fangar eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu á sömu forsendum og aðrir. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt það er að mæta félagslegum þörfum þeirra í því skyni að draga úr endurteknum afbrotum og stuðla að raunverulegri endurhæfingu. Dómsmálaráðuneytið: Grunnstoð fangelsismála – en nægir það? Hefðbundin hlutverkaskipan gerir ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi yfirumsjón með málefnum fanga, vegna þess að fangelsiskerfið er hluti af refsivörslu. Ráðuneytið sér um framkvæmd refsinga í samræmi við lög og hefur það hlutverk að tryggja öryggi samfélagsins með því að loka afbrotamenn inni og stuðla að betrun þeirra. Þrátt fyrir mikilvægi þessa hlutverks einskorðast það við lagalegar og refsiverðar hliðar fangelsismála. Ef aðeins er horft til refsivörslunnar án þess að taka tillit til heildrænnar endurhæfingar fanga er hætta á því að öryggi verði aðeins tryggt til skamms tíma. Endurtekning brota verður að hluta til vegna ófullnægjandi stuðnings við þá einstaklinga sem ljúka afplánun. Þess vegna er nauðsynlegt að viðurkenna hlutverk annarra ráðuneyta sem geta stutt betur við endurhæfingu og samfélagsþátttöku fanga. Heilbrigðisráðuneytið: Lífsnauðsynlegur stuðningur við lýðheilsu fanga Heilbrigðisráðuneytið ætti að gegna lykilhlutverki í málefnum fanga vegna þess að lýðheilsa og geðheilsa eru grundvallarforsendur fyrir farsælli afplánun og endurhæfingu. Stór hluti fanga glímir við alvarleg líkamleg og andleg heilsufarsvandamál og þarfnast faglegrar meðferðar. Sérstaklega má nefna að geðheilsa fanga er oft verulega skert og við hjá Afstöðu höfum séð hvernig góð heilbrigðisþjónusta getur verið lykillinn að því að fangar komist aftur út í samfélagið á heilbrigðan hátt. Í okkar starfi, þar sem jafningjastuðningur hefur skipt sköpum, hefur komið í ljós hversu mikilvægt það er að fangar fái stuðning frá þeim sem hafa áður gengið í gegnum sömu erfiðleika. Vettvangsteymi okkar, sem saman stendur af fyrrum dómþolum sem nú starfa við endurhæfingu og ráðgjöf, hefur sparað stjórnvöldum mikla fjármuni. Það hefur dregið úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu, samfélagsþjónustu og endurkomu í fangelsi, þar sem markviss stuðningur hefur dregið úr afbrotum og aukið samfélagslega aðlögun. Félagsmálaráðuneytið: Félagsleg og samfélagsleg aðlögun Eftir afplánun þarf viðeigandi félagslegur stuðningur að vera til staðar til að draga úr endurkomu fanga í fangelsi. Félagsmálaráðuneytið gegnir mikilvægu hlutverki í þessu ferli, þar sem það hefur umsjón með málefnum eins og húsnæði, atvinnuleit og félagslegri ráðgjöf. Endurhæfing er lykilatriði fyrir sjálfbæra samfélagsþátttöku og það er hlutverk félagsmálaráðuneytisins að tryggja að fangar fái þann stuðning sem þeir þurfa. Mennta og barnamálaráðuneytið: Endurhæfing og almenn menntun Mennta og barnamálaráðuneytið ætti alltaf að taka þátt í þessari heildrænu nálgun. Menntun er lykilþáttur í endurhæfingu og aðlögun að samfélaginu. Með því að veita föngum aðgang að menntun og starfsþjálfun á meðan á afplánun stendur má styrkja getu þeirra til að finna sér störf eftir fangelsisvist, og þannig stuðla að betri framtíð. Afstaða hefur einnig verið í fararbroddi með því að veita fötluðum föngum, hinsegin og öðrum jaðarsettum hópum félagslegan stuðning og ráðgjöf. Þetta hefur skilað sér í betri aðlögun að samfélaginu og bættum lífsgæðum, ekki aðeins fyrir fangana sjálfa, heldur einnig fyrir samfélagið í heild sinni. Að blanda saman ráðuneytum og jafningjastuðningi Til að tryggja heildstæða umsjón með málefnum fanga þarf náið samstarf milli ráðuneytanna vegna þess að fangar eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa fjölþættan stuðning. Þeir þurfa öryggi, heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning. Afstaða hefur sýnt fram á hversu mikilvægur þáttur jafningjastuðningur er í þessu ferli. Með vettvangsteyminu okkar höfum við ekki aðeins hjálpað fyrrverandi föngum að finna tilgang og leið út úr fangelsiskerfinu heldur einnig sparað stjórnvöldum verulegar fjárhæðir. Starfið hefur skilað sér í betri heilsu fanga, lækkandi endurkomutíðni og betri samfélagslegri aðlögun. Niðurstaðan er heildræn nálgun og mikilvægi samstarfs allra viðkomandi hagaðila. En við teljum þó að hér vanti inn tvö ráðuneyti í pakkann. Fyrsta er að það vantar fjármagn og í raun er ekkert hægt að gera án þess. Staðan hefur verið slæm fjárhagslega og í raun höfum við aldrei haft ráðherra sem vill og brennur fyrir breytingum á málaflokknum. Fjármálaráðneytið myndi tryggja að hægt sé að vinna þessa vinnu enda þó að það þurfi í upphafi nýrrar stefnu í málaflokknum að auka útgjöld til málaflokksins þá mun fjármálaráðuneytið sjá mjög fljótt sparnaðinn í mörgum málaflokkum sem tengjast fangelsismálum. Samstarf við ráðuneyti fjármála er því mjög mikilvægt og jafnvel við beint við fjárlaganefnd alþingis. Seinna ráðuneytið sem vantar inn í þessa upptalningu, og kannski mikilvægasta, er forsætisráðuneytið. Sökum þess að svona mörg ráðuneyti koma að einum málaflokki og ekki hefur tekist að fá þessi ráðuneyti til að sinna sínum lögbundnu hlutverkum þá vantar verkstjóra sem er yfirsýn og samþættingu. Við hjá Afstöðu teljum nauðsynlegt að forsætisráðuneytið taki yfir yfirumsjón fangelsismála og starfræki nefnd þvert á ráðuneytin til þess að eftirlit og framkvæmd verði eins og best verður á kosið. Nefnd forsætisráðuneytisins myndi jafnframt hafa önnur verkefni, til dæmis að taka fyrir allar kærur sem berast vegna fangelsismála, breytingar á lögum og reglugerðum, byggingu eða endurnýjun fangelsa, eftirlit með fangelsum og föngum, mótun heildarstefnu í fangelsismálum ásamt því að sjá um nýtt skilorðseftirlit sem er hugmynd sem bæði Afstaða, Vernd og Fangelsismálstofnun hafa verið að viðra og munu skýra betur frá á næstunni. Þar myndi þá líka haldast inni þekking á málaflokknum sem er af afar skornum skammti til hér á landi og hagaðilar þyrftu ekki að hafa öndina í hálsinum yfir hver verður nýr ráðherra málaflokksins og að alltaf þurfi að byrja upp á nýtt að kynna og fræða ráðuneytin. Málefni fanga eru of flókin og víðtæk og eins og staðan er í dag þá virðist eitt ráðuneyti bera ábyrgð en verkefnum engu að síður skipt á milli fleiri ráðuneyta. Það gengur ekki lengur. Samstarf milli ráðuneyta er lykilatriði til að tryggja að fangar fái heildstæða þjónustu, mannréttindi þeirra séu virt og þeir fái tækifæri til betrunar og endurhæfingar. Þá er nauðsynlegt að fjárveitingavaldið verði með og að yfirstjórn málaflokksins verði hjá forsætisráðuneytinu. Fangelsiskerfið verður að stuðla að endurkomu fanga til samfélagsins sem heilbrigðir og ábyrgir einstaklingar. Einhver verður að að taka stjórnina og ekki lengur hægt að segja: „Ha ég, eigum við að gera þetta?“ Við hjá Afstöðu erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til þess að ná þessum markmiðum, með áframhaldandi starfsemi vettvangsteymisins okkar og jafningjastuðningi sem hefur reynst áhrifaríkt ásamt þeirri áratuga reynslu okkar í málaflokknum sem hefur hefur haldið umræðunni um málaflokkinn á lofti í samfélaginu síðasta áratug. Með samstarfi og heildstæðri nálgun er mögulegt að tryggja betra samfélag fyrir alla. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fangelsismál eru flókin og snerta mörg svið samfélagsins. Þess vegna er nauðsynlegt að hlutverk og ábyrgð hinna ýmissa ráðuneyta sem að fangelsismálum koma séu sérlega vel tilgreind og skýr. Allt of lengi hefur lítil sem engin samvinna og samstarf verið á milli ráðuneyta því málefni fanga hafa aldrei þótt „atkvæðaskapandi“. Á sama tíma er það krafan úr samfélaginu að fangavist skuli bera árangur, að mannréttindi fanga verði virt og tryggð, lýðheilsa þeirra bætt og endurhæfing sé nauðsynleg til þess að stuðla að farsælli aðlögun að samfélaginu að nýju. Það getur verið áskorun fyrir félagasamtök eins og okkur að þurfa að byrja upp á nýtt að kynna okkur, fyrir hvað við stöndum og hvað sé brýnast í málaflokknum, í hvert skipti sem ný ríkisstjórn tekur við völdum og ég tala nú ekki um eins og þann óstöðuleika sem hefur verið í dómsmálaráðuneytinu síðasta áratuginn. En hvaða ráðuneyti ætti að bera endanlega ábyrgð þegar kemur að fangelsismálum. Lítum á stöðuna. Fjögur ráðuneyti koma aðallega að málaflokknum í dag: Dómsmálaráðuneytið: Lagalegur rammi, öryggi samfélagsins og fangelsiskerfið Heilbrigðisráðuneytið: Lýðheilsa, geðheilsa og heilbrigðisþjónusta fanga Félagsmálaráðuneytið: Félagsleg endurhæfing, aðlögun að samfélaginu og stuðningsþjónusta Menntamálaráðuneytið: Menntun, starfsþjálfun, verknám og málefni barna fanga Við hjá Afstöðu höfum ávallt lagt áherslu á að fangar séu fyrst og fremst einstaklingar með mannréttindi, líkt og hverjir aðrir samfélagsþegnar. Fangar eiga rétt á heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu á sömu forsendum og aðrir. Við höfum einnig séð hversu mikilvægt það er að mæta félagslegum þörfum þeirra í því skyni að draga úr endurteknum afbrotum og stuðla að raunverulegri endurhæfingu. Dómsmálaráðuneytið: Grunnstoð fangelsismála – en nægir það? Hefðbundin hlutverkaskipan gerir ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið hafi yfirumsjón með málefnum fanga, vegna þess að fangelsiskerfið er hluti af refsivörslu. Ráðuneytið sér um framkvæmd refsinga í samræmi við lög og hefur það hlutverk að tryggja öryggi samfélagsins með því að loka afbrotamenn inni og stuðla að betrun þeirra. Þrátt fyrir mikilvægi þessa hlutverks einskorðast það við lagalegar og refsiverðar hliðar fangelsismála. Ef aðeins er horft til refsivörslunnar án þess að taka tillit til heildrænnar endurhæfingar fanga er hætta á því að öryggi verði aðeins tryggt til skamms tíma. Endurtekning brota verður að hluta til vegna ófullnægjandi stuðnings við þá einstaklinga sem ljúka afplánun. Þess vegna er nauðsynlegt að viðurkenna hlutverk annarra ráðuneyta sem geta stutt betur við endurhæfingu og samfélagsþátttöku fanga. Heilbrigðisráðuneytið: Lífsnauðsynlegur stuðningur við lýðheilsu fanga Heilbrigðisráðuneytið ætti að gegna lykilhlutverki í málefnum fanga vegna þess að lýðheilsa og geðheilsa eru grundvallarforsendur fyrir farsælli afplánun og endurhæfingu. Stór hluti fanga glímir við alvarleg líkamleg og andleg heilsufarsvandamál og þarfnast faglegrar meðferðar. Sérstaklega má nefna að geðheilsa fanga er oft verulega skert og við hjá Afstöðu höfum séð hvernig góð heilbrigðisþjónusta getur verið lykillinn að því að fangar komist aftur út í samfélagið á heilbrigðan hátt. Í okkar starfi, þar sem jafningjastuðningur hefur skipt sköpum, hefur komið í ljós hversu mikilvægt það er að fangar fái stuðning frá þeim sem hafa áður gengið í gegnum sömu erfiðleika. Vettvangsteymi okkar, sem saman stendur af fyrrum dómþolum sem nú starfa við endurhæfingu og ráðgjöf, hefur sparað stjórnvöldum mikla fjármuni. Það hefur dregið úr kostnaði við heilbrigðisþjónustu, samfélagsþjónustu og endurkomu í fangelsi, þar sem markviss stuðningur hefur dregið úr afbrotum og aukið samfélagslega aðlögun. Félagsmálaráðuneytið: Félagsleg og samfélagsleg aðlögun Eftir afplánun þarf viðeigandi félagslegur stuðningur að vera til staðar til að draga úr endurkomu fanga í fangelsi. Félagsmálaráðuneytið gegnir mikilvægu hlutverki í þessu ferli, þar sem það hefur umsjón með málefnum eins og húsnæði, atvinnuleit og félagslegri ráðgjöf. Endurhæfing er lykilatriði fyrir sjálfbæra samfélagsþátttöku og það er hlutverk félagsmálaráðuneytisins að tryggja að fangar fái þann stuðning sem þeir þurfa. Mennta og barnamálaráðuneytið: Endurhæfing og almenn menntun Mennta og barnamálaráðuneytið ætti alltaf að taka þátt í þessari heildrænu nálgun. Menntun er lykilþáttur í endurhæfingu og aðlögun að samfélaginu. Með því að veita föngum aðgang að menntun og starfsþjálfun á meðan á afplánun stendur má styrkja getu þeirra til að finna sér störf eftir fangelsisvist, og þannig stuðla að betri framtíð. Afstaða hefur einnig verið í fararbroddi með því að veita fötluðum föngum, hinsegin og öðrum jaðarsettum hópum félagslegan stuðning og ráðgjöf. Þetta hefur skilað sér í betri aðlögun að samfélaginu og bættum lífsgæðum, ekki aðeins fyrir fangana sjálfa, heldur einnig fyrir samfélagið í heild sinni. Að blanda saman ráðuneytum og jafningjastuðningi Til að tryggja heildstæða umsjón með málefnum fanga þarf náið samstarf milli ráðuneytanna vegna þess að fangar eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa fjölþættan stuðning. Þeir þurfa öryggi, heilbrigðisþjónustu og félagslegan stuðning. Afstaða hefur sýnt fram á hversu mikilvægur þáttur jafningjastuðningur er í þessu ferli. Með vettvangsteyminu okkar höfum við ekki aðeins hjálpað fyrrverandi föngum að finna tilgang og leið út úr fangelsiskerfinu heldur einnig sparað stjórnvöldum verulegar fjárhæðir. Starfið hefur skilað sér í betri heilsu fanga, lækkandi endurkomutíðni og betri samfélagslegri aðlögun. Niðurstaðan er heildræn nálgun og mikilvægi samstarfs allra viðkomandi hagaðila. En við teljum þó að hér vanti inn tvö ráðuneyti í pakkann. Fyrsta er að það vantar fjármagn og í raun er ekkert hægt að gera án þess. Staðan hefur verið slæm fjárhagslega og í raun höfum við aldrei haft ráðherra sem vill og brennur fyrir breytingum á málaflokknum. Fjármálaráðneytið myndi tryggja að hægt sé að vinna þessa vinnu enda þó að það þurfi í upphafi nýrrar stefnu í málaflokknum að auka útgjöld til málaflokksins þá mun fjármálaráðuneytið sjá mjög fljótt sparnaðinn í mörgum málaflokkum sem tengjast fangelsismálum. Samstarf við ráðuneyti fjármála er því mjög mikilvægt og jafnvel við beint við fjárlaganefnd alþingis. Seinna ráðuneytið sem vantar inn í þessa upptalningu, og kannski mikilvægasta, er forsætisráðuneytið. Sökum þess að svona mörg ráðuneyti koma að einum málaflokki og ekki hefur tekist að fá þessi ráðuneyti til að sinna sínum lögbundnu hlutverkum þá vantar verkstjóra sem er yfirsýn og samþættingu. Við hjá Afstöðu teljum nauðsynlegt að forsætisráðuneytið taki yfir yfirumsjón fangelsismála og starfræki nefnd þvert á ráðuneytin til þess að eftirlit og framkvæmd verði eins og best verður á kosið. Nefnd forsætisráðuneytisins myndi jafnframt hafa önnur verkefni, til dæmis að taka fyrir allar kærur sem berast vegna fangelsismála, breytingar á lögum og reglugerðum, byggingu eða endurnýjun fangelsa, eftirlit með fangelsum og föngum, mótun heildarstefnu í fangelsismálum ásamt því að sjá um nýtt skilorðseftirlit sem er hugmynd sem bæði Afstaða, Vernd og Fangelsismálstofnun hafa verið að viðra og munu skýra betur frá á næstunni. Þar myndi þá líka haldast inni þekking á málaflokknum sem er af afar skornum skammti til hér á landi og hagaðilar þyrftu ekki að hafa öndina í hálsinum yfir hver verður nýr ráðherra málaflokksins og að alltaf þurfi að byrja upp á nýtt að kynna og fræða ráðuneytin. Málefni fanga eru of flókin og víðtæk og eins og staðan er í dag þá virðist eitt ráðuneyti bera ábyrgð en verkefnum engu að síður skipt á milli fleiri ráðuneyta. Það gengur ekki lengur. Samstarf milli ráðuneyta er lykilatriði til að tryggja að fangar fái heildstæða þjónustu, mannréttindi þeirra séu virt og þeir fái tækifæri til betrunar og endurhæfingar. Þá er nauðsynlegt að fjárveitingavaldið verði með og að yfirstjórn málaflokksins verði hjá forsætisráðuneytinu. Fangelsiskerfið verður að stuðla að endurkomu fanga til samfélagsins sem heilbrigðir og ábyrgir einstaklingar. Einhver verður að að taka stjórnina og ekki lengur hægt að segja: „Ha ég, eigum við að gera þetta?“ Við hjá Afstöðu erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til þess að ná þessum markmiðum, með áframhaldandi starfsemi vettvangsteymisins okkar og jafningjastuðningi sem hefur reynst áhrifaríkt ásamt þeirri áratuga reynslu okkar í málaflokknum sem hefur hefur haldið umræðunni um málaflokkinn á lofti í samfélaginu síðasta áratug. Með samstarfi og heildstæðri nálgun er mögulegt að tryggja betra samfélag fyrir alla. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar