Þetta kemur fram í nýrri YouGov könnun sem breska blaðið Guardian fjallar um í dag.
Mikil spenna hefur verið á milli ríkjanna undanfarnar vikur eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna fór æ oftar að minnast á möguleikann á því að Bandaríkjamenn taki yfir Grænland.
Könnuin var gerð í síðustu viku og voru rúmlega þúsund Danir spurðir út í þetta mál.
46 prósent þjóðarinnar eru á því að brölt Bandaríkjanna sé nokkuð alvarleg eða mjög alvarleg ógn við fullveldi Danmerkur.
Einnig var spurt út í ógnina frá öðrum löndum og telja Danir að þeim stafi meiri ógn af Bandaríkjunum heldur en af löndum á borð við Íran og Norður-Kóreu.
Ógnin sem Dönum finnst stafa frá Rússlandi er þó miklum mun meiri, en 86 prósent aðspurðra sögðu að Rússland ógni Danmörku nokkuð eða mjög mikið.