Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 19:59 Faithfull var þekkt fyrir tónlist sína og leik í kvikmyndum. Vísir/Getty Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin. Hún var 78 ára þegar hún lést. Talsmaður hennar hefur staðfest andlát hennar en hún lést í London. Fjölskylda hennar var með henni. „Hennar verður sárt saknað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Faithfull fæddist í Hampstead í desember árið 1946 og var þekkt fyrir lög eins og As Tears Go By og fyrir að leika í kvikmyndum eins og The Girl On A Motorcycle. Faithfull var einnig nokkuð þekkt fyrir að vera kærasta Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, á sjöunda áratugnum og var innblástur laga eins og Wild Horses og You Can't Always Get What You Want. Faithfull og Jagger þegar þau voru saman.Vísir/Getty Faithfull ánetjaðist heróíni á áttunda áratugnum en steig aftur fram í sviðsljósið með plötu sinni Broken English. Faithfull glímdi við mörg heilsufarsvandamál á meðan hún lifði svo sem átröskun, brjóstakrabbamein og lungnaþembu sökum reykinga. Faithfull fékk svo Covid 2020 og var mjög veik en jafnaði sig svo á veikindunum. Í umfjöllun BBC er fjallað nánar um feril hennar og líf. Andlát Hollywood Bretland Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Faithfull hætt við tónleikaferðina Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu The Black Rider í San Francisco. 7. desember 2004 00:01 Marianne Faithfull í kvöld Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld. 11. nóvember 2004 00:01 Marianne Faithfull til Íslands Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. 23. júlí 2004 00:01 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
„Hennar verður sárt saknað,“ segir í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Faithfull fæddist í Hampstead í desember árið 1946 og var þekkt fyrir lög eins og As Tears Go By og fyrir að leika í kvikmyndum eins og The Girl On A Motorcycle. Faithfull var einnig nokkuð þekkt fyrir að vera kærasta Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, á sjöunda áratugnum og var innblástur laga eins og Wild Horses og You Can't Always Get What You Want. Faithfull og Jagger þegar þau voru saman.Vísir/Getty Faithfull ánetjaðist heróíni á áttunda áratugnum en steig aftur fram í sviðsljósið með plötu sinni Broken English. Faithfull glímdi við mörg heilsufarsvandamál á meðan hún lifði svo sem átröskun, brjóstakrabbamein og lungnaþembu sökum reykinga. Faithfull fékk svo Covid 2020 og var mjög veik en jafnaði sig svo á veikindunum. Í umfjöllun BBC er fjallað nánar um feril hennar og líf.
Andlát Hollywood Bretland Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Faithfull hætt við tónleikaferðina Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu The Black Rider í San Francisco. 7. desember 2004 00:01 Marianne Faithfull í kvöld Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld. 11. nóvember 2004 00:01 Marianne Faithfull til Íslands Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. 23. júlí 2004 00:01 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
Faithfull hætt við tónleikaferðina Söngkonan Marianne Faithfull hefur hætt við tónleikaferð sína sem hún hóf hér á landi 11. nóvember síðastliðinn. Henni leið illa skömmu áður en hún átti að stíga á svið í Mílanó á Ítalíu og svo leið yfir hana. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hún stríddi við ofþreytu í kjölfar þess að hún lék í sjötíu og fimm sýningum á leikritinu The Black Rider í San Francisco. 7. desember 2004 00:01
Marianne Faithfull í kvöld Í Fréttablaðinu í dag var ranglega sagt að tónleikar Marianne Faitfull væru á morgun. Hið rétta er að tónleikarnir verða á Broadway í kvöld. 11. nóvember 2004 00:01
Marianne Faithfull til Íslands Sönkonan ráma Marianne Faithfull heldur tónleika í Háskólabíó þann 11. nóvember næstkomandi. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af síðustu plötu sinni Kissin Time sem kom út árið 2002. 23. júlí 2004 00:01