Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 13:32 Dagur Sigurðsson er kominn með króatíska liðið í undanúrslit á HM. Það ræðst í kvöld hvort liðið mun spila um brons eða gull á mótinu. Getty/Sanjin Strukic „Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn. Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira