Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 13:32 Dagur Sigurðsson er kominn með króatíska liðið í undanúrslit á HM. Það ræðst í kvöld hvort liðið mun spila um brons eða gull á mótinu. Getty/Sanjin Strukic „Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn. Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti