Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 30. janúar 2025 09:01 Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun