Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 30. janúar 2025 09:01 Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun