Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 15:29 Hæstiréttur klofnaði í málinu. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm yfir Inga Val Davíðssyni, Ólafsfirðingi á fertugsaldri. Hann var sakfelldur fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Hæstiréttur klofnaði í málinu og tveir dómarar réttarins töldu að ómerkja ætti dóm Landsréttar Ingi Valur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra en Landsréttur þyngdi refsingu hans í þrjú ár í apríl í fyrra. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan: Ingi Valur óskaði í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Það gerði hann á þeim grundvelli að málsmeðferð Landsréttar hafi verið ábótavant. Hann krafðist þess að dómur Landsréttar yrði ómerktur eða hann yrði sýknaður. Vildi að Landsréttur tæki mark á framburði tveggja vitna Í málskotsbeiðni Inga Vals sagði að hann hefði gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist hafi verið á það. Hann teldi vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setti út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur taldi ástæðu til að ætla að málsmeðferð fyrir Landsrétti gæti hafa verið stórlega ábótavant þar sem Landsréttur lagði hvorki mat á sönnunargildi munnlegs framburðar þeirra tveggja vitna sem báru vitni fyrir Landsrétti en höfðu ekki komið fyrir héraðsdóm né mat hvernig framburður þeirra samrýmdist framburði Inga Vals og vitna. Sammála Inga Val að hluta Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp klukkan 14, segir að meirihluti Hæstaréttar hafi tekið fram að við meðferð málsins fyrir Landsrétti hefðu verið heimilaðar viðbótarskýrslutökur, sem að mati Inga Vals hefðu þýðingu um trúverðugleika stúlkunnar. Því hefði verið tilefni fyrir Landsrétt að víkja að efni og afstöðu hans til þeirra með skýrari hætti en gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Hæstiréttur hafi þó ekki talið þetta hagga því að ekkert væri fram komið um að ágallar hefðu verið á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um þá háttsemi Inga Vals sem lýst hafi verið í ákæru og máli hefðu getað skipt við hið heildstæða sönnunarmat sem niðurstaðan væri reist á. Því hafi meirihlutinn ekki fallist á kröfu Inga Vals um ómerkingu hins áfrýjaða dóms, sem hefði verið staðfestur. Ása og Karl vildu ómerkja Dómi Hæstaréttar fylgir sératkvæði hæstaréttardómaranna Ásu Ólafsdóttur og Karls Axelssonar. Í sératkvæði þeirra segir að þau séu ósammála formhlið málsins og telji að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm í málinu. Þau segja að Hæstiréttur geti ekki endurmetið niðurstöðu Landsréttar um sönnunargildi munnlegs framburðar og þá sé ekki heimild til að áfrýja dómi Landsréttar til endurskoðunar á slíku sönnunarmati. Vegna þess þrönga stakks sem Hæstarétti er sniðinn að þessu leyti verði því að gæta þess sérstaklega við meðferð máls fyrir réttinum hvort meginreglna um réttindi sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið gætt við meðferð máls á lægri dómstigum. Allan vafa þar um beri að túlka þeim í hag. Í ljósi aðdraganda þess að vitnin tvö gáfu fyrst skýrslu fyrir Landsrétti hafi það aukið enn frekar kröfu um að einhver grein yrði gerð í dóminum fyrir framburði þeirra þar og mögulegri þýðingu fyrir heildarsönnunarmat í málinu. Þá væri til þess að líta að ekki hafi verið réttilega staðið að framkvæmd skýrslutökunnar af hálfu dómsformanns Landsréttar, svo sem nánar sé rakið í atkvæði meirihluta dómenda „Við erum hins vegar ósammála meirihluta dómenda um þýðingu þessara ágalla sem grein hefur verið gerð fyrir hér að framan.“ Ingi Valur ætti að njóta vafans Til þess væri að líta að sakfelling Inga Vals hafi alfarið byggst á mati á trúverðugleika á framburði hans og brotaþola svo og á framburði annarra vitna sem urðu ekki áskynja um atvik málsins sjálf eins og þau tvö vitni sem sérstaklega var heimilað að gefa fyrst skýrslu fyrir Landsrétti. Þá yrði ekkert ráðið af dómi Landsréttar hvort litið hafi verið til framburðar þessara nýju vitna eða fram hjá honum horft og þá af hvaða ástæðu, til að mynda hvort talið hafi verið að þau hefðu ekki þýðingu við sönnunarmatið. Sú almenna tilvísun sem fram komi í dómi Landsréttar nægi ekki í þessum efnum. „Undir þessum kringumstæðum teljum við að ákærði eigi að njóta alls vafa um hvort framburður þessara nýju vitna hafi haft áhrif á mat Landsréttar á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Engin heimild stendur til þess að taka umrædda framburði nú upp í dóm Hæstaréttar og bera þá saman við ályktanir Landsréttar um sönnunarfærslu enda lætur þá að minnsta kosti nærri að með því fari fram endurskoðun á sönnunarmati munnlegra framburða fyrir Landsrétti sem er sem fyrr greinir ekki á færi Hæstaréttar.“ Þau telji jafnframt að réttur sakbornings til þess að leiða fram ný vitni fyrir Landsrétt sé án efnislegrar þýðingar ef ekki má ráða af dómi við aðstæður sem þessar hvort tekin hafi verið raunveruleg afstaða til framburðar nýrra vitna eða þess eftir atvikum getið að þau hafi ekki haft þýðingu fyrir úrlausn máls. „Í ljósi alls framangreinds er það niðurstaða okkar að ágallar þeir, sem meirihluti og minnihluti eru sammála um að hafi orðið við rekstur málsins og samningu dóms í Landsrétti, séu slíkir að óhjákvæmilegt sé að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu aftur til endurtekinnar málsmeðferðar fyrir Landsrétti. Samkvæmt þeirri niðurstöðu ætti að fella sakarkostnað ákærða vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti og Hæstarétti á ríkissjóð.“ Dóm Hæstaréttar og sératkvæði Ásu og Karls má lesa hér. Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Umkringja, hóta og ræna unglinga í Hafnarfirði Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira
Ingi Valur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra en Landsréttur þyngdi refsingu hans í þrjú ár í apríl í fyrra. Ítarlega var fyrir yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan: Ingi Valur óskaði í kjölfarið eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Það gerði hann á þeim grundvelli að málsmeðferð Landsréttar hafi verið ábótavant. Hann krafðist þess að dómur Landsréttar yrði ómerktur eða hann yrði sýknaður. Vildi að Landsréttur tæki mark á framburði tveggja vitna Í málskotsbeiðni Inga Vals sagði að hann hefði gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist hafi verið á það. Hann teldi vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu. Hann setti út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna. Hæstiréttur taldi ástæðu til að ætla að málsmeðferð fyrir Landsrétti gæti hafa verið stórlega ábótavant þar sem Landsréttur lagði hvorki mat á sönnunargildi munnlegs framburðar þeirra tveggja vitna sem báru vitni fyrir Landsrétti en höfðu ekki komið fyrir héraðsdóm né mat hvernig framburður þeirra samrýmdist framburði Inga Vals og vitna. Sammála Inga Val að hluta Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp klukkan 14, segir að meirihluti Hæstaréttar hafi tekið fram að við meðferð málsins fyrir Landsrétti hefðu verið heimilaðar viðbótarskýrslutökur, sem að mati Inga Vals hefðu þýðingu um trúverðugleika stúlkunnar. Því hefði verið tilefni fyrir Landsrétt að víkja að efni og afstöðu hans til þeirra með skýrari hætti en gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Hæstiréttur hafi þó ekki talið þetta hagga því að ekkert væri fram komið um að ágallar hefðu verið á aðferð Landsréttar við mat á sönnun um þá háttsemi Inga Vals sem lýst hafi verið í ákæru og máli hefðu getað skipt við hið heildstæða sönnunarmat sem niðurstaðan væri reist á. Því hafi meirihlutinn ekki fallist á kröfu Inga Vals um ómerkingu hins áfrýjaða dóms, sem hefði verið staðfestur. Ása og Karl vildu ómerkja Dómi Hæstaréttar fylgir sératkvæði hæstaréttardómaranna Ásu Ólafsdóttur og Karls Axelssonar. Í sératkvæði þeirra segir að þau séu ósammála formhlið málsins og telji að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm í málinu. Þau segja að Hæstiréttur geti ekki endurmetið niðurstöðu Landsréttar um sönnunargildi munnlegs framburðar og þá sé ekki heimild til að áfrýja dómi Landsréttar til endurskoðunar á slíku sönnunarmati. Vegna þess þrönga stakks sem Hæstarétti er sniðinn að þessu leyti verði því að gæta þess sérstaklega við meðferð máls fyrir réttinum hvort meginreglna um réttindi sakaðra manna til réttlátrar málsmeðferðar hafi verið gætt við meðferð máls á lægri dómstigum. Allan vafa þar um beri að túlka þeim í hag. Í ljósi aðdraganda þess að vitnin tvö gáfu fyrst skýrslu fyrir Landsrétti hafi það aukið enn frekar kröfu um að einhver grein yrði gerð í dóminum fyrir framburði þeirra þar og mögulegri þýðingu fyrir heildarsönnunarmat í málinu. Þá væri til þess að líta að ekki hafi verið réttilega staðið að framkvæmd skýrslutökunnar af hálfu dómsformanns Landsréttar, svo sem nánar sé rakið í atkvæði meirihluta dómenda „Við erum hins vegar ósammála meirihluta dómenda um þýðingu þessara ágalla sem grein hefur verið gerð fyrir hér að framan.“ Ingi Valur ætti að njóta vafans Til þess væri að líta að sakfelling Inga Vals hafi alfarið byggst á mati á trúverðugleika á framburði hans og brotaþola svo og á framburði annarra vitna sem urðu ekki áskynja um atvik málsins sjálf eins og þau tvö vitni sem sérstaklega var heimilað að gefa fyrst skýrslu fyrir Landsrétti. Þá yrði ekkert ráðið af dómi Landsréttar hvort litið hafi verið til framburðar þessara nýju vitna eða fram hjá honum horft og þá af hvaða ástæðu, til að mynda hvort talið hafi verið að þau hefðu ekki þýðingu við sönnunarmatið. Sú almenna tilvísun sem fram komi í dómi Landsréttar nægi ekki í þessum efnum. „Undir þessum kringumstæðum teljum við að ákærði eigi að njóta alls vafa um hvort framburður þessara nýju vitna hafi haft áhrif á mat Landsréttar á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Engin heimild stendur til þess að taka umrædda framburði nú upp í dóm Hæstaréttar og bera þá saman við ályktanir Landsréttar um sönnunarfærslu enda lætur þá að minnsta kosti nærri að með því fari fram endurskoðun á sönnunarmati munnlegra framburða fyrir Landsrétti sem er sem fyrr greinir ekki á færi Hæstaréttar.“ Þau telji jafnframt að réttur sakbornings til þess að leiða fram ný vitni fyrir Landsrétt sé án efnislegrar þýðingar ef ekki má ráða af dómi við aðstæður sem þessar hvort tekin hafi verið raunveruleg afstaða til framburðar nýrra vitna eða þess eftir atvikum getið að þau hafi ekki haft þýðingu fyrir úrlausn máls. „Í ljósi alls framangreinds er það niðurstaða okkar að ágallar þeir, sem meirihluti og minnihluti eru sammála um að hafi orðið við rekstur málsins og samningu dóms í Landsrétti, séu slíkir að óhjákvæmilegt sé að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu aftur til endurtekinnar málsmeðferðar fyrir Landsrétti. Samkvæmt þeirri niðurstöðu ætti að fella sakarkostnað ákærða vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti og Hæstarétti á ríkissjóð.“ Dóm Hæstaréttar og sératkvæði Ásu og Karls má lesa hér.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Fjallabyggð Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Umkringja, hóta og ræna unglinga í Hafnarfirði Stofna hreyfingu til undirbúnings íslensks hers Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Sjá meira