Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 28. janúar 2025 08:41 Það snjóaði mikið í gærkvöldi og í nótt. Aðsend Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur segir snjómokstur hafa gengið vel í nótt og í morgun. Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt og hefur verið kallaður út aukamannskapur til að ryðja snjónum burt. „Það snjóaði heldur meira en spár gerðu ráð fyrir. Mokstur í húsagötum hófst á sunnudag en það þarf örugglega að fara aftur yfir þær götur vegna þess sem hefur komið úr þessari úrkomu. Ég gæti trúað að það sé tregfært núna. Það safnast í gatnamót og getur verið áskorun á stöku stað,“ segir Eiður. Hann segir göngustígana geta verið áskorun sömuleiðis þegar það komi svona mikil úrkoma á svona stuttum tíma. Það þurfi að byrja á vegunum og þá nái þeir ekki alveg að halda plani. Hann telur að miðað við plan sé um tveggja tíma seinkun. „Það er ekkert stórvægilegt.“ Snjómokstur síðan klukkan sirka fjögur í nótt í Reykjavík.Borgarvefsjá Í borgarvefsjá er hægt að fylgjast með snjómokstri. Þar smá sjá að ekki hefur mokað í til dæmis í hverfi 108 morgun eða nótt. Eiður segir að þær götur sem eru eftir verði kláraðar og svo verði farið aftur í þær húsagötur sem var mokað í á sunnudag. Hlýindi í lok vikunnar Hann segir að við lok vikunnar sé útlit fyrir hlýindi. „Þá er ég að vona að það taki upp, sérstaklega í þeim götum sem eru í þjónustu sem er eitthvað búið að vera að moka, það ætti að verða svart en hrúgur og ruðningar standa eitthvað lengur, miðað við hvernig spáin er.“ Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Veðurfræðingur Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í gær að magnið væri þó ekki óeðlilegt miðað við árstíma. Veður Færð á vegum Reykjavík Snjómokstur Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira
„Það snjóaði heldur meira en spár gerðu ráð fyrir. Mokstur í húsagötum hófst á sunnudag en það þarf örugglega að fara aftur yfir þær götur vegna þess sem hefur komið úr þessari úrkomu. Ég gæti trúað að það sé tregfært núna. Það safnast í gatnamót og getur verið áskorun á stöku stað,“ segir Eiður. Hann segir göngustígana geta verið áskorun sömuleiðis þegar það komi svona mikil úrkoma á svona stuttum tíma. Það þurfi að byrja á vegunum og þá nái þeir ekki alveg að halda plani. Hann telur að miðað við plan sé um tveggja tíma seinkun. „Það er ekkert stórvægilegt.“ Snjómokstur síðan klukkan sirka fjögur í nótt í Reykjavík.Borgarvefsjá Í borgarvefsjá er hægt að fylgjast með snjómokstri. Þar smá sjá að ekki hefur mokað í til dæmis í hverfi 108 morgun eða nótt. Eiður segir að þær götur sem eru eftir verði kláraðar og svo verði farið aftur í þær húsagötur sem var mokað í á sunnudag. Hlýindi í lok vikunnar Hann segir að við lok vikunnar sé útlit fyrir hlýindi. „Þá er ég að vona að það taki upp, sérstaklega í þeim götum sem eru í þjónustu sem er eitthvað búið að vera að moka, það ætti að verða svart en hrúgur og ruðningar standa eitthvað lengur, miðað við hvernig spáin er.“ Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Veðurfræðingur Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í gær að magnið væri þó ekki óeðlilegt miðað við árstíma.
Veður Færð á vegum Reykjavík Snjómokstur Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Sjá meira