Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar 27. janúar 2025 20:00 Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun