Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar 27. janúar 2025 20:00 Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég er orðinn nokkuð gamall í hettunni í slagnum fyrir smábátaflotann og því ýmsu vanur úr ranni LÍÚ (SFS). Dellan úr þeirri átt náði þó nýjum hæðum með pistli framkvæmdastjóra samtakanna hinn 22. janúar sl í Viðskiptablaðinu undir fyrirsögninni: „Dýr verður sælan öll“. „Sælan öll“ er ekki útskýrð frekar. Ég ætla ekki að elta ólar við allt sem stendur í pistlinum - tek út eina setningu - sem er reyndar tvítekin: „Óheftar strandveiðar“. Framkvæmdastjórinn telur að ríkisstjórnin boði „óheftar strandveiðar“. Ég tel mig hafa sæmilegan málskilning. Orðið “óheft” þýðir í mínum huga eitthvað sem er án hvers kyns takmarkana. Ef ég skil hlutina rétt þá er það sem um ræðir af hendi ríkisstjórnarinnar eftirfarandi: Strandveiðimenn fái að róa 48 daga á ári, 12 daga í mánuði, mai, júní, júlí og ágúst. Sá böggull (ásamt fleirum) fylgir skammrifi að þeir verða að vera komnir til hafnar ekki mínútu síðar en 14 klst eftir að hafa lagt úr höfn (að viðurlagðri áminningu, sekt eða refsingu). . Í þessu ákvæði fellst sú staðreynd að - segjum sem svo - að einhverjir nái að róa 48 sinnum á tímabilinu (heyrir til algerra undantekninga allt frá árinu 2009 - upphafsári strandveiðikerfisins), þá höfðu þeir í raun nýtt 28 sólarhringa, eða uþb 7 % sólarhringa ársins. Á árabilinu 2018 - 2024 var meðaltal róðra strandveiðibáta innan við 25 á ári. Ástæðurnar eru fyrst og fremst frátafir vegna veðurs, vélabillana, veikinda og annara óviðráðanlegra og ófyrirsjáanlegra orsaka. Við þetta má bæta að strandveiðimenn mega eingöngu nota handfæri (vissulega tölvustýrðar vindur) og aðeins róa fyrstu fjóra virku daga hverrar viku. Sem þýðir að ef veður hamla veiðum verður bara að hafa það - tapaðir dagar færast ekki yfir á nýtt tímabil. Fleira kemur til. Þá daga sem þeir komast til veiða mega þeir að hámarki landa 774 kg af óslægðum þorski og hafa að hámarki 4 handfæravindur á borðstoknum. Hér eru ekki allar þær girðingar taldar (þótt ótrúlegt sé) sem löggjafinn hefur reist þeim sem kjósa að reyna fyrir sér í strandveiðum / handfæraveiðum. Af framansögðu leikur mér forvitni á að spyrja framkvæmdastjóra LÍÚ (SFS) hvort hún væri til í að skipta á kjörum strandveiðimanna og - t.d. - togaraflotans? Myndu þau bítti þýða „óheftar togveiðar“ við Ísland? Höfundur er formaður Landssambands smábátaeigenda.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun