Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar 27. janúar 2025 08:46 Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa. Í grein á Vísi, sem birtist þann 23. janúar var farið um víðan völl og talað um að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður sem skrifaði um málið, skildi það ekki, væri að misskilja og fara með rangt mál. Magnús Guðmundsson frá VÁ-félag um vernd fjarðar svaraði þeirri grein daginn eftir og komu þar fram margir góðir punktar. Hér verður bætt við nokkrum punktum. Lögmaður SFS talar um að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Hann gleymir hins vegar að minnast á að starfsmaður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frestaði á dularfullan hátt gildistöku laga árið 2019. Þessi frestun gerði það að verkum að sjókvíaeldisfyrirtæki gátu klárað það sem þurfti að klára í tæka tíð og umsóknir þeirra um leyfi fengu meðferð samkvæmt gömlu lögunum. Semsagt...ekkert útboð, íslenskar auðlindir gefnar á silfurfati og áætlað að þetta hafi sparað fyrirtækjunum u.þ.b. 85 milljarða króna. Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja. Það er í besta falli óvirðing við íslenskan lax og náttúru að gera lítið úr þeirri hættu sem fylgir erfðablöndun. Í Noregi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og endurheimtur á laxi í fyrra voru svo lélegar að 33 af þekktustu ám Noregs var lokað. Villti laxinn þar er kominn á válista. Vísindasamfélagið þar í landi var sammála um að sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar væru sökudólgarnir. Í Hrútafjarðará mælist 11% erfðablöndun. Það er mjög alvarlegt mál, þar sem að þetta átti aldrei að geta gerst. Áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir að ágengni (hlutfall eldislaxa í á) fari ekki yfir 4%. Það sem kom ekki fram í grein SFS var að þessi sýni sem verið var að rannsaka eru síðan 2021. Síðan þá hafa sleppingar úr sjókvíaeldi verið mikið vandamál. Meira en 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax árið 2021, og svo var það auðvitað slepping Arctic Fish 2023 þar sem að strokulaxar fundust í ám í allt að 450 km fjarlægð og enginn veit enn hversu mikið tjón og erfðablöndun hlaust að því. Erfðablöndun milli eldis- og villtra laxa dregur úr hæfni komandi kynslóða laxa að lifa af í náttúrunni. Það er nákvæmlega þannig sem maður ýtir dýrategund í átt að útrýmingu. Skólp eða lífrænn úrgangur....SFS talar eins og það sé hreinlega gott fyrir vistkerfi að hafa milljónir laxa í kvíum á afmörkuðu svæði og láta allan skít og afgangs fóður sökkva til botns þar. Vissulega er þetta úrgangur úr fiski, en þetta eru milljónir fiska, þar sem það eiga ekki að vera milljónir fiska og því er þetta gríðarlegt álag á vistkerfið. Skítur er skítur. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er undir kvíastæði í Dýrafirði. Það er merkilegt að sjá SFS gera lítið úr notkun lúsaeiturs. Sérfræðingar Matvælastofnunar sögðu árið 2017 að lús yrði aldrei vandamál í íslensku sjókvíaeldi vegna þess að sjórinn hér væri of kaldur. Annað hefur komið á daginn, og síðan þá hefur verið eitrað fyrir lús 62 sinnum á Vestfjörðum. Það er ekkert sem segir að raunin verði ekki sú sama fyrir austan. Þar sem er lax, þar er lús. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Í grein SFS er gert lítið úr áhyggjum af siglingaöryggi. Ég vísa því hér í umsögn á heimasíðu VÁ! – Félag um vernd fjarðar. Þar kemur fram að siglingaráhættumat gefur ekkert varúðarsvæði fyrir skip í neyð. Ef að fylla á þröngan fjörð af sjókvíum, þá er eðilegt að fólki sé umhugað um siglingaöryggi. Í áðurnefndri umsögn kemur fram að Kaldvík hefur ekki upplýst Farice um akkerisfestingar sjókvíaeldisstöðva sem og umferð þjónustuskipa og annara farartækja. Farice-1 strengurinn varðar þjóðaröryggi Íslands og Færeyja. Farice fór einnig fram á að MAST afgreiði ekki umsókn um rekstrarleyfi fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi. Þrátt fyrir þetta ætlar MAST að gefa út leyfi. SFS segir eins og oft áður, þetta verður allt í góðu....Er furða að fólki finnist þetta óeðlilegt? SFS undrar sig loks á því að fólk velti því fyrir sér hvort um einhverja spillingu sé að ræða. Það má hver mynda sér sína skoðun, en ferill þessa iðnaðar er sá að forseti Alþingis var ráðinn sem þeirra hagsmunavörður, áberandi fólk úr sveitarstjórnarpólitík ráðið sem forstjórar og stjórnendur og svo loks það, að þrátt fyrir að 75% íbúa á Seyðisfirði sé alfarið á móti því að fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn, þá á samt að troða því ofan í kokið á þeim. Opinberar stofnanir virðast vera eins og færibönd fyrir iðnaðinn og gefa út tillögu að leyfi þrátt fyrir andstöðu heimamanna. Það er ef til vill ekkert skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort það sé ekki allt með felldu? Það er merkilegt að sjá hvað SFS er tilbúið að taka upp hanskann fyrir þennan iðnað, sérstaklega þegar verið er að svívirða íbúalýðræði. Reynt er að afvegaleiða umræðuna og fegra málið. Kaldvík ætlar sér að fá þetta leyfi alveg sama hvað heimamenn og aðrir hafa um það að segja. Það þarf að stöðva þessa leyfisveitingu og leyfa náttúrunni og fólkinu á Seyðisfirði að ráða för. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF) og stuðningsmaður íbúalýðræðis og Seyðisfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Batseba, konungar og völd Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Kjörnir fulltrúar og buxnahysjanir! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Minnst vegna EES-samningsins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Sjá meira
Það er magnað að fylgjast með því hvernig Samtök Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) keppist við það að verja þann slæma málstað sem sjókvíaeldi er. Nú síðast var það lögmaður SFS sem tók upp hanskann fyrir Kaldvík hf, sem er að reyna að troða 10.000 tonnum af sjókvíaeldislaxi ofan í Seyðisfjörð, þvert á vilja íbúa. Í grein á Vísi, sem birtist þann 23. janúar var farið um víðan völl og talað um að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður sem skrifaði um málið, skildi það ekki, væri að misskilja og fara með rangt mál. Magnús Guðmundsson frá VÁ-félag um vernd fjarðar svaraði þeirri grein daginn eftir og komu þar fram margir góðir punktar. Hér verður bætt við nokkrum punktum. Lögmaður SFS talar um að fyrir fimm árum var lögum um fiskeldi breytt í þá veru að eftir setningu þeirra skyldi bjóða út ný svæði og ónýttar heimildir til laxeldis á opnum markaði. Hann gleymir hins vegar að minnast á að starfsmaður atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis frestaði á dularfullan hátt gildistöku laga árið 2019. Þessi frestun gerði það að verkum að sjókvíaeldisfyrirtæki gátu klárað það sem þurfti að klára í tæka tíð og umsóknir þeirra um leyfi fengu meðferð samkvæmt gömlu lögunum. Semsagt...ekkert útboð, íslenskar auðlindir gefnar á silfurfati og áætlað að þetta hafi sparað fyrirtækjunum u.þ.b. 85 milljarða króna. Vegleg gjöf það frá íslensku þjóðinni til sjókvíaeldisfyrirtækja. Það er í besta falli óvirðing við íslenskan lax og náttúru að gera lítið úr þeirri hættu sem fylgir erfðablöndun. Í Noregi eru nú um 70% laxastofna erfðablandaðir og endurheimtur á laxi í fyrra voru svo lélegar að 33 af þekktustu ám Noregs var lokað. Villti laxinn þar er kominn á válista. Vísindasamfélagið þar í landi var sammála um að sjókvíaeldi og loftslagsbreytingar væru sökudólgarnir. Í Hrútafjarðará mælist 11% erfðablöndun. Það er mjög alvarlegt mál, þar sem að þetta átti aldrei að geta gerst. Áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir að ágengni (hlutfall eldislaxa í á) fari ekki yfir 4%. Það sem kom ekki fram í grein SFS var að þessi sýni sem verið var að rannsaka eru síðan 2021. Síðan þá hafa sleppingar úr sjókvíaeldi verið mikið vandamál. Meira en 80.000 laxar sluppu úr kví Arnarlax árið 2021, og svo var það auðvitað slepping Arctic Fish 2023 þar sem að strokulaxar fundust í ám í allt að 450 km fjarlægð og enginn veit enn hversu mikið tjón og erfðablöndun hlaust að því. Erfðablöndun milli eldis- og villtra laxa dregur úr hæfni komandi kynslóða laxa að lifa af í náttúrunni. Það er nákvæmlega þannig sem maður ýtir dýrategund í átt að útrýmingu. Skólp eða lífrænn úrgangur....SFS talar eins og það sé hreinlega gott fyrir vistkerfi að hafa milljónir laxa í kvíum á afmörkuðu svæði og láta allan skít og afgangs fóður sökkva til botns þar. Vissulega er þetta úrgangur úr fiski, en þetta eru milljónir fiska, þar sem það eiga ekki að vera milljónir fiska og því er þetta gríðarlegt álag á vistkerfið. Skítur er skítur. Hér fyrir neðan má sjá mynd sem tekin er undir kvíastæði í Dýrafirði. Það er merkilegt að sjá SFS gera lítið úr notkun lúsaeiturs. Sérfræðingar Matvælastofnunar sögðu árið 2017 að lús yrði aldrei vandamál í íslensku sjókvíaeldi vegna þess að sjórinn hér væri of kaldur. Annað hefur komið á daginn, og síðan þá hefur verið eitrað fyrir lús 62 sinnum á Vestfjörðum. Það er ekkert sem segir að raunin verði ekki sú sama fyrir austan. Þar sem er lax, þar er lús. Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær. Í grein SFS er gert lítið úr áhyggjum af siglingaöryggi. Ég vísa því hér í umsögn á heimasíðu VÁ! – Félag um vernd fjarðar. Þar kemur fram að siglingaráhættumat gefur ekkert varúðarsvæði fyrir skip í neyð. Ef að fylla á þröngan fjörð af sjókvíum, þá er eðilegt að fólki sé umhugað um siglingaöryggi. Í áðurnefndri umsögn kemur fram að Kaldvík hefur ekki upplýst Farice um akkerisfestingar sjókvíaeldisstöðva sem og umferð þjónustuskipa og annara farartækja. Farice-1 strengurinn varðar þjóðaröryggi Íslands og Færeyja. Farice fór einnig fram á að MAST afgreiði ekki umsókn um rekstrarleyfi fyrr en breytingar á fjarskiptalögum hafa tekið gildi. Þrátt fyrir þetta ætlar MAST að gefa út leyfi. SFS segir eins og oft áður, þetta verður allt í góðu....Er furða að fólki finnist þetta óeðlilegt? SFS undrar sig loks á því að fólk velti því fyrir sér hvort um einhverja spillingu sé að ræða. Það má hver mynda sér sína skoðun, en ferill þessa iðnaðar er sá að forseti Alþingis var ráðinn sem þeirra hagsmunavörður, áberandi fólk úr sveitarstjórnarpólitík ráðið sem forstjórar og stjórnendur og svo loks það, að þrátt fyrir að 75% íbúa á Seyðisfirði sé alfarið á móti því að fá sjókvíaeldi í fjörðinn sinn, þá á samt að troða því ofan í kokið á þeim. Opinberar stofnanir virðast vera eins og færibönd fyrir iðnaðinn og gefa út tillögu að leyfi þrátt fyrir andstöðu heimamanna. Það er ef til vill ekkert skrítið að fólk velti því fyrir sér hvort það sé ekki allt með felldu? Það er merkilegt að sjá hvað SFS er tilbúið að taka upp hanskann fyrir þennan iðnað, sérstaklega þegar verið er að svívirða íbúalýðræði. Reynt er að afvegaleiða umræðuna og fegra málið. Kaldvík ætlar sér að fá þetta leyfi alveg sama hvað heimamenn og aðrir hafa um það að segja. Það þarf að stöðva þessa leyfisveitingu og leyfa náttúrunni og fólkinu á Seyðisfirði að ráða för. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF) og stuðningsmaður íbúalýðræðis og Seyðisfjarðar.
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna Ole Anton Bieltvedt skrifar