Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 09:31 Aron Pálmarsson hughreystir hér Viktor Gísla Hallgrímsson eftir leikinn í gær. Viktor Gísli var frábær á þessu móti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni