Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi dælubíl og tvo sjúkrabíla á vettvang.
Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við Stefán Kristinsson, innivarðstjóra slökkviliðsins. Lögreglan sendi einnig fjölda bíla á vettvang.
Loka þurfti gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna árekstursins en af myndbandi að dæma virðist um gráan jeppa og hvítan smábíl að ræða.