KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2025 20:16 Úr leik KFG og Breiðabliks. Skjáskot/veo Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins. Það var mbl.is sem greindi fyrst frá. Í myndbandinu má heyra kallað úr stúkunni „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Ekki sést þó á myndbandinu hver kallar inn á völlinn. Nú hefur Aga- og úrskurðarnefnd komist að niðurstöðu í málinu. Í dómi sambandsins segir: „Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hið kærða félag, KFG, gert að greiða sekt að fjárhæð 30.000 kr. vegna háttsemi áhorfenda í leik KFG og Breiðabliks, 1. deild karla, sem fram fór þann 11. janúar 2025.“ Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Haldið er reglulegt dómþing aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) fimmtudaginn 23. janúar 2025. Fyrir er tekið: agamál nr. 37/2024-2025 Körfuknattleikssamband Íslands gegn KFG Í málinu er kveðinn upp svofelldur ÚRSKURÐUR I. Mál þetta var upphaflega móttekið af hálfu aga- og úrskurðarnefndar þann 13. janúar 2025. Kærandi er körfuknattleikssamband Íslands, kt. 710169-1369, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Kærð er háttsemi áhorfanda í leik KFG og Breiðabliks sem fram fór í Garðabæ, á heimavelli KFG, þann 11. janúar 2025. II. Atvik máls Hinn 13. janúar 2025 barst aga- og úrskurðanefnd eftirfarandi lýsing úr atvikaskýrslu dómara: Í öðrum leikhluta þegar eru um 20 sec er ólöglegt hindrun sett upp sem dómarar leiksins missa af. Ósáttur áhorfandi lætur þá heyra í sér ókvæðisorð. Ég heyri þetta en ekki nógu skýrt til þess að vera viss. Ég skoða myndbandsupptöku eftir leik og þá stenst það sem ég heyrði sem var eftirfarandi: - [óskýrt] fávitinn þinn. (þetta óskýra orð virðist vera "Asíski"). - Lemur í hann þarna maður. - Þú ert kannski of skáeygður til að sjá þetta. Það sést ekki hver segir þetta á myndbandinu en á meðan á leik stóð kom ýmislegt frá einum tilteknum áhorfanda, sem ég veit hver er, og sá er stuðningsmaður heimaliðsins KFG og ég er viss um þetta hafi komið frá honum. Mér skilst það hafi einnig verið vitni að þessu í stúkunni og það má hugsanlega leita til þeirra til að fá staðfest hver það var sem kallaði. Við móttöku atvikaskýrslunnar frá skrifstofu KKÍ bað formaður aga- og úrskurðarnefndar um staðfestingu um hvort einhver dómara leiksins væru af erlendum uppruna, og fékk staðfestingu á að annar dómara leiks eigi ættir að rekja til Suðaustur-Asíu. Þá var myndbandsupptaka af atvikinu jafnframt lögð fyrir nefndina. III. Greinargerð kærða Greinargerð KFG, sem barst hinn 17. janúar 2025, er svohljóðandi: Inngangur Mánudaginn 13. janúar sl. barst forsvarsmönnum KFG atvikaskýrslu dómara úr leik KFG og Breiðabliks sem fram fór laugardaginn 11. janúar. Atvikaskýrslan verður ekki rengd. Aðdragandi þeirra ummæla sem féllu skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Körfuknattleiksdeild KFG vill koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Umrædd ummæli komu frá stuðningsmanni KFG. Viðkomandi aðili er ekki í forsvari fyrir félagið og var ekki starfsmaður leiksins. Ummælin eru litin alvarlegum augum innan félagsins, enda í andstöðu við það sem félagið stendur fyrir. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Samantekt Í samskiptum við starfsmann aga- og úrskurðarnefndar fékkst það staðfest að horft væri til h) eða m) liðar 13. gr. reglugerðar um aga og úrskurðarnefnd. Undirritaðir mótmæla því að m) liður geti átt við hér, þar sem ekki er um að ræða forsvarsmann félagsins eða starfsmann leiks. Umrædd ummæli féllu frá stuðningsmanni félagsins og því eðlilegt að horfa til h) liðar umræddrar greinar. KFG mun í framhaldi þessa máls efla öryggisgæslu umtalsvert og tryggja eftir fremsta megni öryggi þátttakenda leiks. Það skal þó tekið fram að ekkert viðbragð hefði dugað sérstaklega í þessu máli, annað en eðlileg aðgæsla viðkomandi áhorfanda gagnvart samborgurum sínum og samkennd. Kröfur KFG KFG tekur niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar möglunarlaust, en gerir kröfu á að félaginu verði gerð áminning í ljósi þess að þetta er fyrsta brot félagsins. Til vara er farið fram á hóflega sekt í samræmi við sambærileg mál og h) lið 13. gr. IV. Niðurstaða Atvik málsins eru óumdeild og jafnframt óumdeilt að háttsemi viðkomandi áhorfanda varði við h. lið 1. mgr. 13. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðarmál. Í ljósi uppruna dómara leiks eru umrædd ummæli áhorfandans tvímælalaust lituð af kynþáttafordómum og þar með vítaverð framkoma gagnvart dómurum leiksins. Til álita kemur þá hver hæfileg refsing sé gagnvart heimaliði leiksins. Fallst verður á það með kæranda að heimalið geti lítið sem ekkert gert til að útiloka að áhorfandi leiks geti látið ummæli af þessu tagi falla. Þá er til þess að líta að félagið brást við hinu kærða atviki með því að senda yfirlýsingu til fjölmiðla skömmu eftir leik þar sem framkoma áhorfandans var fordæmd og dómari leiksins beðinn afsökunar. Hins vegar er til þess að líta að samkvæmt gögnum málsins hefur viðkomandi áhorfandi fengið að sitja óáreittur á áhorfendapöllum á leikstað. Gera verði þá kröfu til gæslu á leikstað að áhorfendum sem gerast uppvísir af háttsemi sem felur tvímælalaust í sér kynþáttaníð verði tafarlaust vísað af leikstað. Væru það eðlileg viðbrögð gagnvart viðkomandi áhorfenda og auk þess mikilvæg forvarnaraðgerð fyrir körfuknattleikshreyfinguna í heild. Á þessum grundvelli þykir því rétt að ákvarða hinu kærða félagi sekt líkt og kveður á um í úrskurðarorði. ÚRSKURÐARORÐ Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hið kærða félag, KFG, gert að greiða sekt að fjárhæð 30.000 kr. vegna háttsemi áhorfenda í leik KFG og Breiðabliks, 1. deild karla, sem fram fór þann 11. janúar 2025. Jónas Már Torfason, formaður Elvar Guðmundsson, varaformaður Björn Atli Davíðsson Úrskurðurinn er sendur skrifstofu KKÍ í tölvupósti og henni falið að birta hann fyrir málsaðilum. Úrskurðinn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 11. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðamál. Með vísan í 5. mgr. 9. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðarmál tekur þessi úrskurður gildi kl. 12.00, föstutudaginn 24. janúar 2025 Körfubolti KKÍ Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Kæra liggur inni á borði Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. 14. janúar 2025 07:33 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Það var mbl.is sem greindi fyrst frá. Í myndbandinu má heyra kallað úr stúkunni „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Ekki sést þó á myndbandinu hver kallar inn á völlinn. Nú hefur Aga- og úrskurðarnefnd komist að niðurstöðu í málinu. Í dómi sambandsins segir: „Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hið kærða félag, KFG, gert að greiða sekt að fjárhæð 30.000 kr. vegna háttsemi áhorfenda í leik KFG og Breiðabliks, 1. deild karla, sem fram fór þann 11. janúar 2025.“ Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Haldið er reglulegt dómþing aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) fimmtudaginn 23. janúar 2025. Fyrir er tekið: agamál nr. 37/2024-2025 Körfuknattleikssamband Íslands gegn KFG Í málinu er kveðinn upp svofelldur ÚRSKURÐUR I. Mál þetta var upphaflega móttekið af hálfu aga- og úrskurðarnefndar þann 13. janúar 2025. Kærandi er körfuknattleikssamband Íslands, kt. 710169-1369, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Kærð er háttsemi áhorfanda í leik KFG og Breiðabliks sem fram fór í Garðabæ, á heimavelli KFG, þann 11. janúar 2025. II. Atvik máls Hinn 13. janúar 2025 barst aga- og úrskurðanefnd eftirfarandi lýsing úr atvikaskýrslu dómara: Í öðrum leikhluta þegar eru um 20 sec er ólöglegt hindrun sett upp sem dómarar leiksins missa af. Ósáttur áhorfandi lætur þá heyra í sér ókvæðisorð. Ég heyri þetta en ekki nógu skýrt til þess að vera viss. Ég skoða myndbandsupptöku eftir leik og þá stenst það sem ég heyrði sem var eftirfarandi: - [óskýrt] fávitinn þinn. (þetta óskýra orð virðist vera "Asíski"). - Lemur í hann þarna maður. - Þú ert kannski of skáeygður til að sjá þetta. Það sést ekki hver segir þetta á myndbandinu en á meðan á leik stóð kom ýmislegt frá einum tilteknum áhorfanda, sem ég veit hver er, og sá er stuðningsmaður heimaliðsins KFG og ég er viss um þetta hafi komið frá honum. Mér skilst það hafi einnig verið vitni að þessu í stúkunni og það má hugsanlega leita til þeirra til að fá staðfest hver það var sem kallaði. Við móttöku atvikaskýrslunnar frá skrifstofu KKÍ bað formaður aga- og úrskurðarnefndar um staðfestingu um hvort einhver dómara leiksins væru af erlendum uppruna, og fékk staðfestingu á að annar dómara leiks eigi ættir að rekja til Suðaustur-Asíu. Þá var myndbandsupptaka af atvikinu jafnframt lögð fyrir nefndina. III. Greinargerð kærða Greinargerð KFG, sem barst hinn 17. janúar 2025, er svohljóðandi: Inngangur Mánudaginn 13. janúar sl. barst forsvarsmönnum KFG atvikaskýrslu dómara úr leik KFG og Breiðabliks sem fram fór laugardaginn 11. janúar. Atvikaskýrslan verður ekki rengd. Aðdragandi þeirra ummæla sem féllu skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Körfuknattleiksdeild KFG vill koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Umrædd ummæli komu frá stuðningsmanni KFG. Viðkomandi aðili er ekki í forsvari fyrir félagið og var ekki starfsmaður leiksins. Ummælin eru litin alvarlegum augum innan félagsins, enda í andstöðu við það sem félagið stendur fyrir. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Samantekt Í samskiptum við starfsmann aga- og úrskurðarnefndar fékkst það staðfest að horft væri til h) eða m) liðar 13. gr. reglugerðar um aga og úrskurðarnefnd. Undirritaðir mótmæla því að m) liður geti átt við hér, þar sem ekki er um að ræða forsvarsmann félagsins eða starfsmann leiks. Umrædd ummæli féllu frá stuðningsmanni félagsins og því eðlilegt að horfa til h) liðar umræddrar greinar. KFG mun í framhaldi þessa máls efla öryggisgæslu umtalsvert og tryggja eftir fremsta megni öryggi þátttakenda leiks. Það skal þó tekið fram að ekkert viðbragð hefði dugað sérstaklega í þessu máli, annað en eðlileg aðgæsla viðkomandi áhorfanda gagnvart samborgurum sínum og samkennd. Kröfur KFG KFG tekur niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar möglunarlaust, en gerir kröfu á að félaginu verði gerð áminning í ljósi þess að þetta er fyrsta brot félagsins. Til vara er farið fram á hóflega sekt í samræmi við sambærileg mál og h) lið 13. gr. IV. Niðurstaða Atvik málsins eru óumdeild og jafnframt óumdeilt að háttsemi viðkomandi áhorfanda varði við h. lið 1. mgr. 13. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðarmál. Í ljósi uppruna dómara leiks eru umrædd ummæli áhorfandans tvímælalaust lituð af kynþáttafordómum og þar með vítaverð framkoma gagnvart dómurum leiksins. Til álita kemur þá hver hæfileg refsing sé gagnvart heimaliði leiksins. Fallst verður á það með kæranda að heimalið geti lítið sem ekkert gert til að útiloka að áhorfandi leiks geti látið ummæli af þessu tagi falla. Þá er til þess að líta að félagið brást við hinu kærða atviki með því að senda yfirlýsingu til fjölmiðla skömmu eftir leik þar sem framkoma áhorfandans var fordæmd og dómari leiksins beðinn afsökunar. Hins vegar er til þess að líta að samkvæmt gögnum málsins hefur viðkomandi áhorfandi fengið að sitja óáreittur á áhorfendapöllum á leikstað. Gera verði þá kröfu til gæslu á leikstað að áhorfendum sem gerast uppvísir af háttsemi sem felur tvímælalaust í sér kynþáttaníð verði tafarlaust vísað af leikstað. Væru það eðlileg viðbrögð gagnvart viðkomandi áhorfenda og auk þess mikilvæg forvarnaraðgerð fyrir körfuknattleikshreyfinguna í heild. Á þessum grundvelli þykir því rétt að ákvarða hinu kærða félagi sekt líkt og kveður á um í úrskurðarorði. ÚRSKURÐARORÐ Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hið kærða félag, KFG, gert að greiða sekt að fjárhæð 30.000 kr. vegna háttsemi áhorfenda í leik KFG og Breiðabliks, 1. deild karla, sem fram fór þann 11. janúar 2025. Jónas Már Torfason, formaður Elvar Guðmundsson, varaformaður Björn Atli Davíðsson Úrskurðurinn er sendur skrifstofu KKÍ í tölvupósti og henni falið að birta hann fyrir málsaðilum. Úrskurðinn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 11. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðamál. Með vísan í 5. mgr. 9. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðarmál tekur þessi úrskurður gildi kl. 12.00, föstutudaginn 24. janúar 2025
Haldið er reglulegt dómþing aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) fimmtudaginn 23. janúar 2025. Fyrir er tekið: agamál nr. 37/2024-2025 Körfuknattleikssamband Íslands gegn KFG Í málinu er kveðinn upp svofelldur ÚRSKURÐUR I. Mál þetta var upphaflega móttekið af hálfu aga- og úrskurðarnefndar þann 13. janúar 2025. Kærandi er körfuknattleikssamband Íslands, kt. 710169-1369, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Kærð er háttsemi áhorfanda í leik KFG og Breiðabliks sem fram fór í Garðabæ, á heimavelli KFG, þann 11. janúar 2025. II. Atvik máls Hinn 13. janúar 2025 barst aga- og úrskurðanefnd eftirfarandi lýsing úr atvikaskýrslu dómara: Í öðrum leikhluta þegar eru um 20 sec er ólöglegt hindrun sett upp sem dómarar leiksins missa af. Ósáttur áhorfandi lætur þá heyra í sér ókvæðisorð. Ég heyri þetta en ekki nógu skýrt til þess að vera viss. Ég skoða myndbandsupptöku eftir leik og þá stenst það sem ég heyrði sem var eftirfarandi: - [óskýrt] fávitinn þinn. (þetta óskýra orð virðist vera "Asíski"). - Lemur í hann þarna maður. - Þú ert kannski of skáeygður til að sjá þetta. Það sést ekki hver segir þetta á myndbandinu en á meðan á leik stóð kom ýmislegt frá einum tilteknum áhorfanda, sem ég veit hver er, og sá er stuðningsmaður heimaliðsins KFG og ég er viss um þetta hafi komið frá honum. Mér skilst það hafi einnig verið vitni að þessu í stúkunni og það má hugsanlega leita til þeirra til að fá staðfest hver það var sem kallaði. Við móttöku atvikaskýrslunnar frá skrifstofu KKÍ bað formaður aga- og úrskurðarnefndar um staðfestingu um hvort einhver dómara leiksins væru af erlendum uppruna, og fékk staðfestingu á að annar dómara leiks eigi ættir að rekja til Suðaustur-Asíu. Þá var myndbandsupptaka af atvikinu jafnframt lögð fyrir nefndina. III. Greinargerð kærða Greinargerð KFG, sem barst hinn 17. janúar 2025, er svohljóðandi: Inngangur Mánudaginn 13. janúar sl. barst forsvarsmönnum KFG atvikaskýrslu dómara úr leik KFG og Breiðabliks sem fram fór laugardaginn 11. janúar. Atvikaskýrslan verður ekki rengd. Aðdragandi þeirra ummæla sem féllu skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Körfuknattleiksdeild KFG vill koma eftirfarandi á framfæri vegna þessa. Umrædd ummæli komu frá stuðningsmanni KFG. Viðkomandi aðili er ekki í forsvari fyrir félagið og var ekki starfsmaður leiksins. Ummælin eru litin alvarlegum augum innan félagsins, enda í andstöðu við það sem félagið stendur fyrir. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Samantekt Í samskiptum við starfsmann aga- og úrskurðarnefndar fékkst það staðfest að horft væri til h) eða m) liðar 13. gr. reglugerðar um aga og úrskurðarnefnd. Undirritaðir mótmæla því að m) liður geti átt við hér, þar sem ekki er um að ræða forsvarsmann félagsins eða starfsmann leiks. Umrædd ummæli féllu frá stuðningsmanni félagsins og því eðlilegt að horfa til h) liðar umræddrar greinar. KFG mun í framhaldi þessa máls efla öryggisgæslu umtalsvert og tryggja eftir fremsta megni öryggi þátttakenda leiks. Það skal þó tekið fram að ekkert viðbragð hefði dugað sérstaklega í þessu máli, annað en eðlileg aðgæsla viðkomandi áhorfanda gagnvart samborgurum sínum og samkennd. Kröfur KFG KFG tekur niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar möglunarlaust, en gerir kröfu á að félaginu verði gerð áminning í ljósi þess að þetta er fyrsta brot félagsins. Til vara er farið fram á hóflega sekt í samræmi við sambærileg mál og h) lið 13. gr. IV. Niðurstaða Atvik málsins eru óumdeild og jafnframt óumdeilt að háttsemi viðkomandi áhorfanda varði við h. lið 1. mgr. 13. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðarmál. Í ljósi uppruna dómara leiks eru umrædd ummæli áhorfandans tvímælalaust lituð af kynþáttafordómum og þar með vítaverð framkoma gagnvart dómurum leiksins. Til álita kemur þá hver hæfileg refsing sé gagnvart heimaliði leiksins. Fallst verður á það með kæranda að heimalið geti lítið sem ekkert gert til að útiloka að áhorfandi leiks geti látið ummæli af þessu tagi falla. Þá er til þess að líta að félagið brást við hinu kærða atviki með því að senda yfirlýsingu til fjölmiðla skömmu eftir leik þar sem framkoma áhorfandans var fordæmd og dómari leiksins beðinn afsökunar. Hins vegar er til þess að líta að samkvæmt gögnum málsins hefur viðkomandi áhorfandi fengið að sitja óáreittur á áhorfendapöllum á leikstað. Gera verði þá kröfu til gæslu á leikstað að áhorfendum sem gerast uppvísir af háttsemi sem felur tvímælalaust í sér kynþáttaníð verði tafarlaust vísað af leikstað. Væru það eðlileg viðbrögð gagnvart viðkomandi áhorfenda og auk þess mikilvæg forvarnaraðgerð fyrir körfuknattleikshreyfinguna í heild. Á þessum grundvelli þykir því rétt að ákvarða hinu kærða félagi sekt líkt og kveður á um í úrskurðarorði. ÚRSKURÐARORÐ Með vísan til ákvæðis h. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hið kærða félag, KFG, gert að greiða sekt að fjárhæð 30.000 kr. vegna háttsemi áhorfenda í leik KFG og Breiðabliks, 1. deild karla, sem fram fór þann 11. janúar 2025. Jónas Már Torfason, formaður Elvar Guðmundsson, varaformaður Björn Atli Davíðsson Úrskurðurinn er sendur skrifstofu KKÍ í tölvupósti og henni falið að birta hann fyrir málsaðilum. Úrskurðinn skal birta á heimasíðu KKÍ í samræmi við ákvæði 11. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðamál. Með vísan í 5. mgr. 9. gr. reglugerðar KKÍ um aga- og úrskurðarmál tekur þessi úrskurður gildi kl. 12.00, föstutudaginn 24. janúar 2025
Körfubolti KKÍ Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Kæra liggur inni á borði Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. 14. janúar 2025 07:33 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Kært vegna rasisma í Garðabæ Kæra liggur inni á borði Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. 14. janúar 2025 07:33
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti