Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:28 Ýmir Örn vonar að Króatía misstígi sig í kvöld svo íslenskir áhorfendur geti haldað áfram að skemmta sér á mótinu. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjá meira
Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjá meira