Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. janúar 2025 17:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Síðast var hún háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024. RAX „Ég vona að flokkurinn fái val um fólk til að velja í forystuna. Ég hef sýnt að ég víla ekki fyrir mér að biðja um embætti og treysti mér til þess að sinna því, stíga inn í framtíðina og líta inn á við á sama tíma og ekki síst að vera öflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar. Og ég ætla að gefa sjálfstæðismönnum það val á landsfundi.“ Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, við fréttamann að framboðsfundi sínum loknum. Hún hefur nú formlega boðið sig fram í embætti formanns flokksins. Aðspurð segist hún trúa því að hún geti unnið bót á sundrungu innan flokksins og sameinað hann á ný. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum Sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra Sjálfstæðismanna.“ Hún segir styrkleika flokksins ekki síst liggja í því að geta tekist á um fólk og málefni en komið saman út úr þeim. Þá segist Áslaug ekki búast við öðru en að fá mótframboð til embættisins. Hún hafi ekki tekið neinar ákvarðanir um hvort hún byði sig fram til varaformanns næði hún ekki kjöri í embætti formanns. Hún segist strax í komandi viku ætla út á land að hitta fólkið í flokknum. Áslaug er önnur konan í sögu flokksins til að gefa kost á sér í embættið. Nái hún kjöri verður hún fyrsta konan til að gegna embættinu. Er kominn tími til að kona taki við? „Já að sjálfsögðu. En ég er líka að bjóða mig fram sem einstaklingur og tel mig eiga fullt erindi í starfið óháð aldri og kyni.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38 Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Merki sem þykir sýna Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. 26. janúar 2025 15:23 Þingflokkurinn mætti ekki á fundinn Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, við fréttamann að framboðsfundi sínum loknum. Hún hefur nú formlega boðið sig fram í embætti formanns flokksins. Aðspurð segist hún trúa því að hún geti unnið bót á sundrungu innan flokksins og sameinað hann á ný. „Við þurfum að snúa bökum saman undir merkjum Sjálfstæðisstefnunnar. Miðað við þá sem mættu hér í dag hef ég fulla trú á því. Ég yrði alltaf formaður allra Sjálfstæðismanna.“ Hún segir styrkleika flokksins ekki síst liggja í því að geta tekist á um fólk og málefni en komið saman út úr þeim. Þá segist Áslaug ekki búast við öðru en að fá mótframboð til embættisins. Hún hafi ekki tekið neinar ákvarðanir um hvort hún byði sig fram til varaformanns næði hún ekki kjöri í embætti formanns. Hún segist strax í komandi viku ætla út á land að hitta fólkið í flokknum. Áslaug er önnur konan í sögu flokksins til að gefa kost á sér í embættið. Nái hún kjöri verður hún fyrsta konan til að gegna embættinu. Er kominn tími til að kona taki við? „Já að sjálfsögðu. En ég er líka að bjóða mig fram sem einstaklingur og tel mig eiga fullt erindi í starfið óháð aldri og kyni.“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38 Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Merki sem þykir sýna Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. 26. janúar 2025 15:23 Þingflokkurinn mætti ekki á fundinn Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Áslaug ætlar í formanninn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. 26. janúar 2025 12:38
Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Merki sem þykir sýna Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. 26. janúar 2025 15:23
Þingflokkurinn mætti ekki á fundinn Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26. janúar 2025 16:05
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu