Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2025 00:06 Áslaug Arna er ötul í blótinu. Hún hlýtur að reyna við fjögur þorrablót á átta dögum á næsta ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir mætti á þrjú þorrablót á síðustu átta dögum sem er eftirtektarverð mæting. Áslaug er sögð munu tilkynna framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins á morgun. Það styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins og er ljóst að formaðurinn Bjarni Benediktsson og varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu bæði hverfa á braut. Þrír hafa verið orðaðir einna mest við embættið: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þau tvö síðarnefndu segjast vera að íhuga málið en Áslaug hefur unnið að framboði sínu í nokkurn tíma og mun tilkynna það á fundi á morgun. Fylkiskona meðal KR-inga Áslaug hefur verið á útopnu félagslega upp á síðkastið og verið tíður gestur á hinum ýmsu viðburðum. Þann 19. janúar mætti hún á þorrablót Vesturbæjar sem þótti eftirtektarvert í ljósi þess að hún er uppalin í Ártúnsholtinu og er gallhörð Fylkiskona. Blaðamaður Mannlífs gekk svo langt að segja að „engum sönnum Fylkismanni myndi detta í hug að láta sjá sig þar“ og hún gæti varla „kallað sig stuðningsmann félagsins eftir „svik“ sem þessi…“ En mætingin á vesturbæjarblótið var þó bara upphafið að þorratörn Áslaugar. Blótaði í Kópavogi Næst sást til Áslaugar á stærsta þorrablóti landsins sem fór fram í Kórnum föstudaginn 24. janúar. Þar hefur hún skemmt sér konunglega með HK-ingum og Blikum. Kópavogurinn hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðismanna undanfarna áratugi og hefur flokkurinn verið í bæjarstjórn samfleytt frá 1990. Áslaug stillti sér þar upp á mynd með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Þórdísi Kolbrúnu, fráfarandi varaformanni, sem býr í Kópavoginum. Áslaug, Þórdís, Ásdís og vinkona þeirra. Þórdís Kolbrún var lengi orðuð við formannsstólinn en greindi frá því á fimmtudag að hún sæktist ekki eftir neinu embætti. Sjá einnig: Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Þórdís og Áslaug eru sagðar tilheyra svokölluðum Bjarna-armi flokksins en hinn stóri armurinn er kenndur við Guðlaug Þór. Nú þegar Bjarni virðist á leið úr stjórnmálum er ekki lengur hægt að kenna arminn við hann. Áslaugar-armur er þá líklega að verða til og hann fer greinilega ekki tvístraður á landsfund. Mosó síðasti viðkomustaður Þriðja og síðasta þorrablót Áslaugar var svo í kvöld í Mosfellsbænum á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar. Áslaug birti fjölda mynda af sér frá blótinu, þar á meðal með oddvita Sjálfstæðisflokksins í Mosó, Ásgeiri Sveinssyni og með þingflokkskollega sínum Bryndísi Haraldsdóttur. Áslaug og Ásgeir tóku sig vel út á blótinu. Þrjú þorrablót á átta dögum - fullkominn undirbúningur fyrir framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins. Þorrablót Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Reykjavík Mosfellsbær Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
Það styttist í landsfund Sjálfstæðisflokksins og er ljóst að formaðurinn Bjarni Benediktsson og varaformaðurinn Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir munu bæði hverfa á braut. Þrír hafa verið orðaðir einna mest við embættið: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þau tvö síðarnefndu segjast vera að íhuga málið en Áslaug hefur unnið að framboði sínu í nokkurn tíma og mun tilkynna það á fundi á morgun. Fylkiskona meðal KR-inga Áslaug hefur verið á útopnu félagslega upp á síðkastið og verið tíður gestur á hinum ýmsu viðburðum. Þann 19. janúar mætti hún á þorrablót Vesturbæjar sem þótti eftirtektarvert í ljósi þess að hún er uppalin í Ártúnsholtinu og er gallhörð Fylkiskona. Blaðamaður Mannlífs gekk svo langt að segja að „engum sönnum Fylkismanni myndi detta í hug að láta sjá sig þar“ og hún gæti varla „kallað sig stuðningsmann félagsins eftir „svik“ sem þessi…“ En mætingin á vesturbæjarblótið var þó bara upphafið að þorratörn Áslaugar. Blótaði í Kópavogi Næst sást til Áslaugar á stærsta þorrablóti landsins sem fór fram í Kórnum föstudaginn 24. janúar. Þar hefur hún skemmt sér konunglega með HK-ingum og Blikum. Kópavogurinn hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðismanna undanfarna áratugi og hefur flokkurinn verið í bæjarstjórn samfleytt frá 1990. Áslaug stillti sér þar upp á mynd með Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Þórdísi Kolbrúnu, fráfarandi varaformanni, sem býr í Kópavoginum. Áslaug, Þórdís, Ásdís og vinkona þeirra. Þórdís Kolbrún var lengi orðuð við formannsstólinn en greindi frá því á fimmtudag að hún sæktist ekki eftir neinu embætti. Sjá einnig: Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Þórdís og Áslaug eru sagðar tilheyra svokölluðum Bjarna-armi flokksins en hinn stóri armurinn er kenndur við Guðlaug Þór. Nú þegar Bjarni virðist á leið úr stjórnmálum er ekki lengur hægt að kenna arminn við hann. Áslaugar-armur er þá líklega að verða til og hann fer greinilega ekki tvístraður á landsfund. Mosó síðasti viðkomustaður Þriðja og síðasta þorrablót Áslaugar var svo í kvöld í Mosfellsbænum á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar. Áslaug birti fjölda mynda af sér frá blótinu, þar á meðal með oddvita Sjálfstæðisflokksins í Mosó, Ásgeiri Sveinssyni og með þingflokkskollega sínum Bryndísi Haraldsdóttur. Áslaug og Ásgeir tóku sig vel út á blótinu. Þrjú þorrablót á átta dögum - fullkominn undirbúningur fyrir framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Þorrablót Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Reykjavík Mosfellsbær Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“