Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2025 21:49 Logi Geirsson átti erfitt með að trúa því að íslenska landsliðið væri svo gott sem úr leik á HM í handbolta þrátt fyrir að hafa unnið fjóra fyrstu leiki sína. Vísir/Vilhelm Logi Geirsson var sleginn eins og fleiri Íslendingar eftir stóra tapið á móti Króatíu í kvöld. Hvernig er hægt að klúðra mótinu í einum hálfleik? „Það er rosalega margt sem fer í gegnum höfuðið á mér,“ sagði Logi í útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld. „Ég vil fyrst hrósa Degi fyrir að setja þennan leik vel upp,“ sagði Logi. Hann benti á það að Gunnar Magnússon og Dagur hafi fundið réttu leiðina til að trufla leik íslenska liðsins með þessari framliggjandi 5:1 vörn. „Óli segir undanúrslit en núna er þetta farið úr okkar höndum en við vorum svona frá því að fara í átta liða úrslitin,“ sagði Logi. „Núna þurfum við að bíða eftir leik. Við spilum leik á móti Argentínu og við þurfum að treysta á önnur úrslit núna,“ sagði Logi. „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Logi. Ólafur Stefánsson er mjög svartsýnn á það að úrslitin verði íslenska liðinu hagstæð í lokaumferðinni. „Já það er mjög ólíklegt. Slóvenar munu ekki hafa að neinu að keppa og Króatar hafa að öllu að keppa. Ég held að það séu svona níutíu prósent líkur á því að þeir vinni þann leik,“ sagði Ólafur. „Reynsla er eitthvað sem maður fær stuttu eftir að maður þarf á henni að halda. Við vorum að fá mikið þarna í reynslubankann. Auðvitað viljum við ekki sjá það,“ sagði Ólafur. „Ég stend við það að við vorum betri en við höfum nokkurn tímann verið í mjög langan tíma í þessu móti. Við verðum bara að byggja á því áfram. Nota þá þetta sjokk og halda bara áfram,“ sagði Ólafur. Logi var sérstaklega ósáttur með leikstjórn Snorra Steins í leiknum. Það að hann hafi aldrei sett Þorsteinn Leó Gunnarsson inn á völlinn og hversu lítið Haukur Þrastarson fékk að spila. Sérfræðingarnir voru sammála um það að þessi varnarleikur Króata hentaði ekki þeim Janusi Daða Smárasyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
„Það er rosalega margt sem fer í gegnum höfuðið á mér,“ sagði Logi í útsendingu Ríkissjónvarpsins í kvöld. „Ég vil fyrst hrósa Degi fyrir að setja þennan leik vel upp,“ sagði Logi. Hann benti á það að Gunnar Magnússon og Dagur hafi fundið réttu leiðina til að trufla leik íslenska liðsins með þessari framliggjandi 5:1 vörn. „Óli segir undanúrslit en núna er þetta farið úr okkar höndum en við vorum svona frá því að fara í átta liða úrslitin,“ sagði Logi. „Núna þurfum við að bíða eftir leik. Við spilum leik á móti Argentínu og við þurfum að treysta á önnur úrslit núna,“ sagði Logi. „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Logi. Ólafur Stefánsson er mjög svartsýnn á það að úrslitin verði íslenska liðinu hagstæð í lokaumferðinni. „Já það er mjög ólíklegt. Slóvenar munu ekki hafa að neinu að keppa og Króatar hafa að öllu að keppa. Ég held að það séu svona níutíu prósent líkur á því að þeir vinni þann leik,“ sagði Ólafur. „Reynsla er eitthvað sem maður fær stuttu eftir að maður þarf á henni að halda. Við vorum að fá mikið þarna í reynslubankann. Auðvitað viljum við ekki sjá það,“ sagði Ólafur. „Ég stend við það að við vorum betri en við höfum nokkurn tímann verið í mjög langan tíma í þessu móti. Við verðum bara að byggja á því áfram. Nota þá þetta sjokk og halda bara áfram,“ sagði Ólafur. Logi var sérstaklega ósáttur með leikstjórn Snorra Steins í leiknum. Það að hann hafi aldrei sett Þorsteinn Leó Gunnarsson inn á völlinn og hversu lítið Haukur Þrastarson fékk að spila. Sérfræðingarnir voru sammála um það að þessi varnarleikur Króata hentaði ekki þeim Janusi Daða Smárasyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira